Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 161
159
Nokkuð austur-af honum heitir Nónhæð (259). Suðaustur-af henní
eru þrír hólar, sem heita Nónhólar (260), og mun það vera nóns-
rnerki frá Skógarkoti. Nokkru sunnar er varða á hól, sem Digra-
varða (261) heitir, rjett vestan-við götu, er liggur frá Skógarkoti
að Vatnskoti. Suður-af Svuntubala er hóll einn með þúfu upp á, sem
heitir Nautaþúfa (262). Suður-af henni er allstór bali; þar, sern
byrjar að halla suður-af honum, er vörðubrot, er Biskupsvarða (263)
heitir, og svæðið umhverfis hana Biskupsvörðuskógur (264); tak-
markast hann að vestan af Kolgrafarhólsgjá, en að austan af Fjár-
húshólshrygg (265); er það klapparbali, sem snýr norður og suður
rjett niður-að hinum nýja vegi. Suður-af honum er allstór hóll, nokk-
uð sprunginn, sem heitir Fjárhúshóll (266), og er hann aðal-sjónar-
hæð frá Vatnskoti.
Frá áður-nefndum hryggjum fyrir ofan Vatnskot er örnefna-
laust að Vatnsdalshæð (267). Hjá henni er Vatnsdalur (268), aust-
an Vatnskotsgötu (269). Þar norður-frá er lítill, klofinn hóll, sem
heitir Gjáhóll (270). í suðvestur af túninu í Skógarkoti, stutt sunnan-
við veginn, gengur sljettur klapparbali, og djúp laut í kring að sunn-
an og vestan. Hann heitir Helluhholt (271). Þar skammt vestur-af er
Lýtingsvarða (272); stendur hún á bala með all-djúpum lautum;
heita þeir Lýtingsvörðubalar (273). Suður-af Helluholti er áður-
nefndur Gjáhóll. Gönguvegur liggur yfir Helluholt hjá Lýtingsvörðu.
Skamrnt fyrir vestan Skógarkot er dálítil hólaþyrping; eru hólarn-
ir vaxnir þjettum skógi og grasi, og hallar bæði suður og vestur
af þeim. Þeir heita Skógarhólar (274). Sunnan-við þá er lægð, sem
hækkar aftur suður að Nónhólum; er þar skógarlítið pláss, allt vest-
ur-að Þingvöllum. Góðan kipp norðaustur frá Skógarhólum eru Krók-
hólar (275); einn þeirra, sá norðasti, er alveg sjerstakur, en allir
eru þeir stórir og með djúpum lautum.
Mitt á milli þeirra og Eyvindarhóls (276) eru Miðhólar (277)
norðan-í skógarröndinni. Frá Krókhólum að Kolgrafarhól, og vest-
ur að Sandhólum (278) og Leiragjá, eru að mestu skógarlausir mosa-
balar. Sunnan í Skógarhólum liggur vegurinn út á Þingvelli; skammt
vestur frá þeim er Háa-gjá (279) ; hún stefnir eins og allar aðrar
gjár í nánd við Þingvelli í norðaustur og suðvestur; er á henni stíg-
ur, sem vegurinn liggur yfir. Næsta gjá þar stutt fyrir vestan er
Vallagjá (280), sem vegurinn liggur einnig yfir. Vallagjá er fram-
hald af Flosagjá og Nikulásargjá. Vallastígur (281) heitir þar, sem
vegurinn liggur yfir Vallagjá, og er þá komið á Þingvöll. Kippkorn
norður-frá Vallastíg eru tveir nokkuð stórir hraunhólar, sem Skyr-
klifshólar (282) heita; þar norður-frá eru Sandhólar (283), sunnan