Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 162
160
og suðaustan við Leira; þeir eru víst að mestu til orðnir úr foksandi
af Leirum. Þeir eru nokkuð vaxnir skógi og víði. í gegnum þá ligg-
ur Háa-gjá, sem þá heitir Sandhólagjá (284), að Sandhólastíg (285),
sem er við suðausturhorn á Leirum. Þá heitir hún Leiragjá (286),
að Jónsstíg (287), sem er stutt vestur frá Stóru-vörðu (288). Leiru-
stígur (289) er á henni norðarlega, við Leira; um hann liggur Leira-
gata (289) heim að Hrauntúni. Á milli Leirastígs og Jónsstígs hef-
ur hún klofið stóra hæð vestur af Birkihól; hæð sú var nefnd Köst
(„á Köstunum“). Frá Jónsstíg heitir hún Sleðássgjá (292) og hverf-
ur loks undir Sleðaás.
Norður frá Þingvöllum heitir hallinn á eystra barmi Almanna-
gjár Fagra-brekka (293) allt að Leirum; þar kemur lækur í gegnum
gjána, og hefur hann flutt efnið í Leira eins og Öxará í Þingvelli.
Norður-frá Leirum, milli gjánna, upp að Bolabás (294), heitir Sleð-
áshraun (295). Það er talsvert stór blettur, dálítið skógi vaxinn,
sunnan í móti, eins og með gjánum beggja vegna, en að mestu grjót
og mosi. Bolabás er hvammur stór í Ármannsfelli, á milli Sleðaáss
að austan og Fjárhússmúla (296) að vestan.
Frá Langa-stíg, sem er upp frá norðurenda Vallanna efri, er
dýpsti kafli Almannagjár, við Fögru-brekku, og heitir hún þar
Snóka (297); þar verpir á vorin alls konar illþýði: hrafnar, smyrlar
og jafnvel fálkar. 1 botni hennar var stundum heyjað frá Þingvöll-
um. Fyrir norðan Sóknu rennur Leiralækur (298); litlu norðar er
Tæpistígur (299) á Almannagjá; fyrir norðan hann heitir gjáin
Hvannagjá (300); á henni er Leynistígur (301), þar, sem vegurinn
liggur yfir hana; svo hverfur hún undir Ármannsfell vestast í
Bolabás.
Ásgeir Jónasson.
Almannagjá........................ 5
Arnarfellsendi.................... 8
Ámundahólar...................... 34
Ármannsfell....................... 4
Balinn...........................140
Birkihóll........................180
Biskupshólar.....................246
Biskupsvarða.....................263
Biskupsvörðuskógur...............264
Bolabás..........................294
Breiða-vík.......................213
Breiði-tangi.....................212
Bruni........................... 60
Brunnklettar....................143
Brún............................ 23
Brúnavarða.................189, 195
Brúnir.....................154, 158
Brúnkolluhöfði.................. 87
Brúnstígur................... 255 a
Bæjargjá........................ 73
Böðvarshóll..................... 28
Dagmálahóll.....................238
Dagmálavík......................108
Danski-dalur....................245