Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 166
Örnefni á Mosfellslieiði.
Síðan hinn nýi vegur yfir Mosfellsheiði var lagður, fyrir Al-
þingishátíðina 1930, má svo heita, að ferðir um gamla veginn, sem
lagður var nokkru fyrir síðustu aldamót, hafi lagzt niður. Vilja ör-
nefni týnast og falla í gleymsku á þeim leiðum, sem nú eru sjald-
farnar eða þotið er um í bíl, þótt áður væru þær fjölfarnar, bæði af
gangandi mönnum og ríðandi, og þá oft með langar og seinfærar
lestir baggahesta, og síðar kerrur. — Þá var oft nægur tími fyrir
íerðamanninn að virða fyrir sér það, sem fyrir augun bar, og þekkja
nöfn á áningastöðum og kennileitum.
Vil jeg nú leitast við að telja upp örnefni meðfram gamla Mos-
fellsheiðarveginum, frá Almannagjá að Geithálsi, þar sem hann sam-
-einast Hellisheiðarveginum. Þó má þar án efa einhverju við bæta,
því að ekki geri jeg ráð fyrir, að jeg þekki þau örnefni öll, enda
munu skiptar skoðanir um sum þeirra.
Þegar komið er upp úr Almannagjá og farið „suður“ — en svo
er alltaf að orði komizt um ofanverða Árnessýslu, þegar farið er
yfir Mosfellsheiði, þó að vegurinn liggi til vesturs og jafnvel norð-
vesturs — þá liggur vegurinn litlu vestar yfir Breiöa-bala (1); lága,
en breiða upphækkun í hrauninu. Vestan-við Breiða-bala er „afleggj-
uri“ (2) ; liggur hann til hægri handar beint upp hraunið í malar-
gryfjur miklar sunnan-í Stórhöfða (3), sem er á milli Brúsastaða
og Kárastaða. Var „afleggjari“ þessi lagður litlu fyrir síðustu alda-
mót, um líkt leyti og aðalvegurinn var gerður, til aðflutninga á ofan-
íburði. Dálítið neðan-við túnið á Kárastöðum liggur vegurinn yfir
Árfar (4). Er það all-breiður, en grunnur, farvegur, sem oftast er
þur á sumrum. Nafnið kemur af því, að stundum í leysingum stífl-
ast öxará af krapi og íshröngli fyrir innan Brúsastaði og flæðir
þá vestur hraunið, sunnan-undir Stórhöfða, og hefur myndað sjer
þar farveg greinilegan; sameinast hún svo lækjarseytlum, er koma
úr giljunum fyrir ofan Kárastaði, og rennur svo niður hraunið út í