Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 167
165
Þingvallavatn. Þegar yfir Árfarið er komið, tekur við Kárastaða-
viýri (5) vestur í Borgarslcarð (6), sem oftast í seinni tíð er nefnt
Kárastaðaskarð, því að þar sjest fyrst heim að Kárastöðum, þegar
komið er austur af heiðinni. 1 Borgarskarði var fyr fjárborg, og
þar talið, að Mosfellsheiði byrji. Vestan-til heitir skarðið Borgar-
dalur (8), en Borgardalsbrekkur (9) lyngbrekkur miklar á hægri
hönd, en til vinstri er Skálabrekkuás (10). Milli ássms og vegarins
er lítil vall-lendisflöt og heitir Norðlinga.flöt (11). Er þá komið í
Bæjardal (12) ; hann er kenndur við bæinn að Skálabrekku, sem
stendur sunnan-undir honum, en sjest ekki af veginum. Bæjardalur
takmarkast að suðvestan af Skálabrekkuás (13), en að norðvestan
Lyngás 14). Liggur vegurinn eftir endilöngum dalnum, unz hann
þrýtur, og er þá farið yfir Móakotsá (15). Það er lítil árspræna, sem
oftast er þur í þurkasumrum; kennd er hún við eyðibýlið Móakot
(16), sem stendur á árbakkanum niður-undir Þingvallavatni. Var
Móakot byggt um 50 ára skeið á síðustu öld. Vestan-við Móakotsá
er farið yfir hæð eina litla, Spýtuás (17), og taka þá bráðlega við
lágar og lyngi grónar hæðir, er Þrísteinaholt (18) heita. Liggur veg-
urinn milli þeirra og yfir Torfdalslæk (19), og því-næst norðan-
undir Gíslahóli (20), sem venjulega er nefndur Gíslhóll (21). Aust-
an-undir Gíslahóli liggur rudd braut til vinstri af aðalveginum niður
að Heiðarbæ og svo áfram suður Grafning.
Skömmu áður en komið er að steininum, er sýnir 40 km. vega-
lengd frá Reykjavík, er farið yfir litla vall-lendisflöt, er Harði-völlur
(22) heitir. Nokkru vestar er Ferðamannahorn (23), þar sein bugur
verður á veginum á hæðarbrún ekki mikilli; er þá skammt að Þor-
gerðarflöt (24), sem er allstór flöt til vinstri handar. Gegnt Þorgerð-
arflöt eru mýradrög allmikil, er heita Vilborgarkelda (25). Sagt er,
að keldan beri nafn af konu nokkurri, er fórst þar voveiflega, og þótti
hún síðan vera þar á sveimi, er skyggja tók, og gera ferðamönnum
glettingar. „í Keldunni“, eins og oftast var komizt að orði, var mjög
tíður áningastaður, og lágu langferðamenn þar oft með lestir sínar,
enda er þar haglendi fyrst, svo teljandi sje, austan aðalheiðarinnar.
Örskammt vestan-við Vilborgarkeldu og Þorgerðarflöt skiptast leiðir,
°g liggur nýi vegurinn, sem lagður var 1928—9, þar vestur heiðina.
sunnan-undir Litla-Sauðafelli (26) og niður í Mosfellsdal. Þegar
komið er fram hjá vegamótunum, er farið yfir Þórðargil (27), lítið
gildrag, og Þórðargilsmela (28). Á þeim er varða, þrír steinar miklir,
hver ofan á öðrum; er hún af sumum nefnd Berserkjavarða (29).
h’aðan er nokkur spölur að Þrívörðum (30). Þar er land hæðótt og
eru Þrívarðnalautir (31) á milli þeirra, en vegurinn liggur yfir Þri-