Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 168
166
varðnahrygg (32) vestur heiðina. Nokkuð sunnan-við veginn á Þrí-
varðnahrygg sjer í tjarnir nokkrar, er Klofningatjarnir (33) heita.
Vestan-í Þrívarðnahrygg eru Moldbrekkur (34), og hallar þar niður
í Lágheiði (35), breiða dæld, sem er þar í heiðinni. Upp frá Lág-
heiði er all-löng brekka, Sæluhúsbrekka (36), og nær hún vestur
undir Sæluhús, sem stendur þar fáa metra norðan-við veginn. Var
það byggt um líkt leyti og vegurinn; og kom mörgum að góðum notum,
bæði mönnum og skepnum, þótt ófullkomið væri. Standa nú að eins
veggir eftir, en þak og innviðir rifnir burt. Nokkru vestar er klappa-
hóll til hægri við veginn, er heitir Rauðkuhóll (37). Fótbrotnaði þar
hryssa, er Rauðka hjet, hjá ferðamönnum úr Þingvallasveit. Meðai
þeirra var Jónas hreppstjóri Halldórsson í Hrauntúni. Hafði hann
broddstaf mikinn í hendi og keyrði í enni hryssunnar, og var hún
þegar dauð.
Frá Rauðkuhóli er æði spölur, unz vegurinn liggur norðan-undir
allstórum og mörgum klappahólum, er heita Borgarhólar (38).
Telja jarðfræðingar Mosfellsheiði gamalt hraun, og að Borgarhólar
sjeu uppvörp þess, og hafi síðan jökull gengið þar yfir og sorfið.
Enda sjást víða jökulruðningar miklir og ísrákir á klöppum um heið-
ina. Frá Borgarhólum liggja götutroðningar, sæmilega glöggir, niður
með Grímmannsfelli (Grímarsfelli (39)) austanverðu, niður hjá
Bringum og niður í Mosfellsdal.
Hallar nú upp á melkoll nokkurn, Háa-mel (40), sem stundum
er líka nefndur Alda (41). Þar liggur vegurinn hæst, og er þaðan
útsýni mikið og fagurt í björtu veðri. Til austurs sjest þar austur-
hluti Þingvallasveitar og fjöllin þar umhverfis og allt inn á Lang-
jökul, en Skjaldbreið fyrir miðju, og sýnist þá engu minni en frá
Þingvöllum, þó að miklu muni á fjarlægðinni. Til suðvesturs sjest
um Suðurnes og meðfram Reykjanessfjallgarði endilöngum og á haf
út, um sunnanverðan Faxajlóa.
Sunnan-undir Háamel var eitt sumar — eða tvö — fyrir rúmum
20 árum lítill veitingaskúr, er danskur maður átti og nefndi Heiðar-
ulóm. Sjást þess nú nálega engin merki, að þar hafi mannabústaður
verið. Þar suðvestur-af taka við sljettir melar, Borgarhólamelar
(42), og hallar úr því nokkuð jafnt niður í byggð í Mosfellssveit.
Heita þar Seljadalsbrúnir (43), löng leið og heldur tilbreytingalítil.
Er þá Grímmannsfell allfjarri til hægri handar, en Efri-Seljadalur
(44) milli þess og heiðarinnar. Við suðui’enda Efri-Seljadals eru hól-
ar nokkrir, og heitir þar Þrengslin (45), en sunnan-við þau tekur
við Neðri-Seljadalur (46). Verður þar undirlendi meira og dalhvilft-
in öll grynnri. Þar sunnarlega er Silungatjörn (47) og Silungatjam-