Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 169
167
armýri (48). I Seljadölum er graslendi mikið og var þar tíður án-
ingarstaður ferðamanna fyrrum, enda lá vegurinn um þá áður en
akbrautin var lögð. Lítið sjest af veginum ofan í dalina fyr en kom-
ið er niður á móts við Silungatjörn. Þegar all-langt kemur niður eft-
ir Seljadalsbrúnum, verða fyrir tvö lautardrög til vmstri við veg-
inn: Efri-Hrossadalur (49) og litlu neðar Neðri-Hrossadalur (50),
og enn neðar sömu megin Helgutjörn (51) — grunnur tjarnarpollur,
sem venjulega þornar upp á sumrum. Þá er til hægri handar Eiríks-
hóll (52), einstakur klappahóll, flatur að ofan, að öðru leyti en því,
að fuglaþúfa hreykir sjer á honum miðjum. Litlu neðar, en lengra
frá veginum, er Vörðuhóladalur (53), daldrag, sem lítið ber á. Tek-
ur nú vegurinn að verða krókóttur, en hefur verið bugðulítill ofan
frá Háa-mel, og er nú bráðlega komið að Krókatjörn (54), sem er
við veginn til hægri. Gengur að norðan út í hana langur tangi, er
skiptir henni nærri í tvennt, og er hún því af sumum nefnd Gler-
augnatjörn1). Mjög litlu neðar, hinu megin við veginn, er Djúpi-
■dalur (55), all-djúp kvos, er áður var klædd vall-lendisgróðri, en hef-
ur í seinni tíð blásið upp og jetizt af vatni. Sumarið 1907 var þar
búinn morgunverður Friðriki konungi VIII. og fylgdarliði hans, er
hann reið til Þingvalla og Geysis. Móts við og fyrir neðan Djúpa-
dal er vegurinn enn krókóttari en áður, og heita þar Krókar (56)
niður að Miödalsmýri (57). Liggur vegurinn yfir hana þvera og
Miðdalslæk (58), sem rennur eftir henni, en bærinn Miðdalur stend-
ur í halla kippkorn norðar. Þegar kemur yfir Miðdalsmýri, er veg-
urinn yfir háls einn lágan, en allbreiðan, og stóðu norðar á honum
fjárhús frá Miðdal. Litlu sunnar, til vinstri handar, er tjörn ein lítil,
. er Heiðartjörn (59) heitir, og er þá örskammt ofan af hálsinum niður
að Lynghólsmýri (60), og er Lynghóll (61) norðvestan-við hana.
Var Lynghólsmýri einn af fyrstu blettunum, sem girtur var með
gaddavír meðfram veginum, og þótti sumum ferðamönnum súrt í
broti, að missa jafn-góðan áningastað.
Þegar komið er fram hjá mýrinni, er enn dálítil tjörn við veg-
mn til vinstri, er Sólheimatjörn (62) heitir, og spölkorn vestar
Hofmannaflöt (63), all-stórar vall-lendisflatir til hægri við veginn.
Þaðan er svo mjög skammt að Geithálsi, þar sem vegurinn sam-
einast Suðurlandsbrautinni. Hefur þá verið fylgt veginum austan-frá
Almannagjá, sem er 35—40 km. leið, og skýrt frá örnefnum eftir því,
sem föng voru á.
Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku.
1) Það mun vera þýðingr á örnefni, sem nokkrir danskir menn gáfu
tjörninni fyrir 20—30 árum. M. Þ.