Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 171
Ofanlei tiski r k j a.
í sögu Þorláks biskups hinni yngri er á þessa leið sagt frá
vígsluför Páls Jónssonar biskups til Vestmannaeyja (Bisks. I., 307) :
„Páll biskup skildi þat sumar fara í Vestmannaeyjar; en byrleiði
gaf eigi. Þá hétu þeir á hinn sæla Þorlák biskup, at Páli biskupi
skildi gefa góðan byr út í eyjarnar ok utan. Svá varð sem þeir báðu.
En þeir hétu því, at honum til dýrðar skildi vígja kirkju þá, er þar
var smíðut“. Páll Jónsson var biskup í Skálholti á árunum 1195—
1211, og ætti þessi atburður og kirkjusmíð að hafa átt sér stað á
því tímabili, eða um 1200. Það er nokkurt vafamál, hvort hægt er
að byggja á frásögn þessari, þar sem um þjóðsögn er að ræða,1) auk
þess sem orka kynni tvímælis um sum atriði hennar af öðrum ástæð-
um. í sögn Páls biskups er ekki getið um þessa Vestmannaeyjaför
hans, en þar fyrir hefir hann vel getað farið förina. Saga Páls er
mjög stutt, og getur tæpast heitið nema ágrip af æfisögu hans, þar
sem aðeins er stiklað á hæstu tindunum, en öllu sieppt, sem skipti
minna máli.
1 ritgjörð sinni um Vestmannaeyjar (Árb. 1913) telur Matth-
ías Þórðarson þjóðminjavörður, að óvíst sé, hve nær kirkja hafi
fyrst verið sett „fyrir ofan leiti“. Þeirrar kirkju er fyrst getið í
máldaga Kirkjubæjarldrkju frá 1269 (Dipl. Isl. II., 66). Menn hafa
verið sammála um það, að það sé fyrsti máldagi þeirrar kirkju.
Þá eru kirkjurnar þrjár: Klemenskirkja, sem vafalaust er kirkja
sú eða endurbyggingar kirkju þeirrar, er Hjalti Skeggjason og Giss-
ur hvíti létu reisa á Hörgaeyri árið 1000, Péturskirkja á Ofanleiti
og Nikulásarkirkja á Kirkjubæ. Heimildir um hinar elztu Vest-
mannaeyjakirkjur eru mjög fáskrúðugar. Elzti máldagi Ofanleitis-
kirkju er frá lokum 15. aldar (1491—1518, Dipl. Isl. VII., 41), en
af honum verður ekkert ráðið um aldur kirkjustaðar að Ofanleiti.
Að því er segir í máldaganum, er kirkjan nú helguð heilögum And-
1) Páll byskup fór þessa för skömmu eftir þinglok 1198, fyrir 20. Júlí;
hefir hann þegar látið skrifa frásögnina um þessa jartein, ásamt öðrum slíkum
frásögnum. Sbr. söguna sjálfa og formála útgef., bls. 47. M. Þ.