Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 175
173
(43) og Sandvatnshlíð (44) ; þar átti Toi'fastaðakirkja skógarhögg
fyr á öldum, en nú eru þar gróðurlaus öræfi. Úr Hagavatni rennur
kvíslin Far (45) ; eru það efstu upptök Tungufljóts. Farið er í mörk-
um milli heimalands Haukadals og afrjettar. Fyrir innan Farið er
hæð, sem heitir Bolhaus (46). Aust-norður frá Úthlíðarhrauni er
Sandfell (47) ; var þar áður fyr áfangastaður ferðamanna, er hjet
í Grasdölum (48); þar hjá er tjörn, er heitir Noi’ðlingatjörn (49).
Norðan-undir Bláfelli voru tvö vöð á Hvítá; heita þau Skagfirðinga-
vað (50) og Hólmavað (51). Hjá Hólmavaði er hólmi í ánni, er heitir
Vaðhólmi (52). Austan frá Hofsjökli kemur stórt vatnsfall, er nefn-
ist Jökulkvísl (53), öðru nafni Jökulfallið (54) ; rennur hún í mörk-
um milli Tungnamanna afrjettar og Hrunamanna afrjettar; hún fell-
ur í Iívítá. Önnur á nokkru norðar fellur í Hvítárvatn; hún heitir
Svartá (55). Milli þessara vatnsfalla eru þessi örnefni: Suður-við
fívítá er Hvítársandur (56) og Tangaver (57) ; þar er leitarmanna-
kofi. lnn-með Hvítárvatni, við Svartá, eru Svartártorfur (58), en
suður-við Jökulkvísl er Þúfuver (59). Dálítil hæð er þar milli ánna;
heitir hún Hóllinn (60) ; norður frá honum er Fremri-Skúti (61) ;
hjá honum er Skútaver (62). Þar norður af er Innri-Skúti (63);
fyrir innan og austan hann eru Fossrófur (64) og Fossrófukvísl
(65). Blákvísl (66) kemur úr norðri; austan-við hana er Blákvísl-
arsporður (67) ; austur frá honum er melalda, er heitir Hnappalda
(68) . Aðalupptök Jökulfallsins eru, eins og áður greinir, í Hofs-
jökli; eru þau sunnan-við keilumyndaða hæð, sem heitir Blánípa
(69) . Önnur upptökin eru norðan-við Blánípu; þar, sem kvíslarnar
koma saman, myndast tangi; heitir hann Þrætusporður (70). Land-
ið milli kvíslanna var þrætuland milli Biskupstungna og Ytrihrepps-
manna, og dæmdist landið Biskupstungum. Norður frá Blánípu er
Blánípuver (71), og nær norður að Blöndukvíslum. Nokkru norðar
en þar, sem Svartá rennur í Hvítárvatn, kemur kvísl úr norðri, er
nefnist Fúlakvísl (72) ; milli hennar og Svartár eru þessi örnefni:
Tjamheiði (73); er hún niður við Hvítárvatn. Á heiðinni er sælu-
hús Ferðamannafélagsins. Vestan heiðarinnar er Hvítárnes (74).
Milli Tjarnheiðar og Hvítárness rennur Tjarná (75) út í Hvítárvatn.
lnn-með Svartá, móts við Innri-Skúta, eru Svartárbugar (76) ; þai
er leitarmannakofi. Aust-norður frá bugunum er Gránunes (77) ; er
það milli kvísla Svartár. Mælt er, að nesið beri nafn sitt af grárri
hryssu, er var í eigu Reynistaðarbræðra. Fannst hún lifandi milli
kvísla Svartár sumarið eftir að þeir urðu úti. Norður-af Gránunesi
eru Svartárbotnar (78); í þeim er Svartárbotnagren (79) ; önnur
upptök Svartár eru í Kjalfellsveri (80) ; í verinu er leitarmanna-