Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 176
174
kofi. Hjá verinu er Kjalfell (Bl) ; er það í Kjalhrauni (82) ; yfir
hraunið liggur Kjalvegur ,(83). Hraunið fyrir austan veginn nefna
leitarmenn Austurhraun (84), en vestan vegarins Vesturhraun (85).
Sunnarlega í Austurhrauninu er Beinhóll (86) ; þar er mikið af hesta-
og kindabeinum; eru það leifar frá hinum sorglega atburði, er Reyni-
staðarbræður urðu þar úti. Norðar í Kjalhrauni er Grettishellir
(87) ; hann er tvídyraður. Ber hann nafn af Gretti Ásmundarsyni.
Norðvestur frá Kjalfelli eru Strýtur (88). Norðvestur frá Kjalhrauni
er Þröskuldur (89); hjá honum eru Miðdalir (90). Vestur frá Þrösk-
uldi er Þjófafell (91); og sunnan-undir því eru Þjófadalir (92),
öðru nafni Hvinverjadalir (93). Gamall og greindur maður held-
ur, að Hvinverjadalur sje vestur-við Langjökul; þar segir hann
vera dalmyndaða kvos, og að þar sjáist óljóst fyrir kofarúst. Vestan-
við Þjófadali er Rauðkollur (94); bak-við hann er Fagrahlíð (95) ;
þar er gróður góður. Með Fögruhlíð rennur Fúla-kvísl; kemur hún
úr Langjökli. Er sunnar kemur, rennur kvíslin í mjög þröngu og
djúpu gljúfri; er rokkið niðri í gljúfrinu. Heitir þar Fúlukvíslar-
hlaupin (96). Suður frá Fögruhlíð er Innra-Sandfell (97) og Fremra-
Sandfell (98). Nokkru sunnar er Hrútfell (99) ; er það undirfjall
Langjökuls (100), sem er þar suðvestan-við. Austur frá Hrútfelli
eru Þverbrekkur (101) og Þverbrekknaver (102). Suður-af Þver-
brekkum er Baldheiði (103); fram af henni eru Hrefnubúðir (104).
Við Fúlu-kvísl er ás, sem heitir Staki-múli (105). Niður-með kvísl-
inni eru Fúlu-kvíslareyrar (106). Suður frá Hrútfelli eru stórkost-
legar grjótdyngjur; heita þær Leggjabrjótur (107). Inn í þessar
grjótdyngjur gengur dalkvos, er heitir Dauðadalur (108). Vestan-
undir Leggjabrjót er Innri-Jökulkrókur (109). Uppi í Langjökli
er Sólkatla (110). Suður af Leggjabrjót er Karlsdráttur (111);
er hann vogur, sem gengur út úr Hvítárvatni. Austan-við Karls-
drátt er melhryggur; með honum eru Innri-Fróðárdalur (112) og
Fremri-Fróðárdalur (113); eftir dölunum rennur Fróðá (114) út í
Hvítárvatn. Milli1 Fremra-Fróðárdals og Karlsdráttar, við Hvítár-
vatn, er stór steinn, er heitir Fjaðrasteinn (115), öðru nafni Fugla-
steinn (116)1)-
1) í örnefnaskrá Hrunamanna-afrjettar er gripið inn á Flóamanna-afrjett. og
þar sagt, að eftir að Draugakvísl og Lambafellskvísl koma saman, heiti áin
Dalsá. Það er ekki rjett. Áin heitir Fellakvísl. Dalsá kemur vestan-frá Eystra-
Rjúpnafelli. Blánipa er talin heyra til Hrunamanna-afrjetti. Hún dæmdist Bisk-
upstungum. Blánipusporður og Þrætusporður er sami tanginn. Árb. 1933—36.