Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 179
Örnefni á Vestur-Bleiksmýrardal.
I síðustu Árbók gerði eg nokkra grein fyrir örnefnum á eystri
kjálka Bleiksmýrardals. Hér mun eg rita niður örnefnin á vestri
kjálkanum og byrja, eins og í hinu yfirlitinu, inni í daldraginu og
halda norður og niður dalinn.
Suður við Einstöku-torfu, sem tilheyrir Austur-Bleiksmýrardal
er vesturf j allið rismeira en austurfjall dalsins. Skömmu norðar en
Torfan liggur, sker Hvannagil (1) vesturfjallið. Það er eigi óáþekkt
Skvompugili í austurfjallinu, en nafn sitt hefir Hvannagil fengið,
samkvæmt sögnum, að hvannarótartekju þar skammt frá. Næst er
all-langur kafli, þar sem fjallið er alltaf jafn-rísandi, þó án kletta,
og hefir hvergi örnefni. Undirlendi, sem tilheyri vesturkjálkanum,
er þarna minna en ekki neitt, þar eð það liggur allt austan megin við
aðalárkvíslina, t. d. Fremri- og Heimari-Hólmar (sjá Árbók 1933—
'36). Löngum spöl norðar er Hraunshorn (2), sem dregur nafn sitt
af brunnu hraungrýti á nesi við ána. Norðan-við hraunshorn kemur
strax meira undirlendi og þar byrjar áin að falla í stokk. I fjallinu
upp af Hraunshorni eru svo-nefndar Stiklur (3). Það eru þrír kletta-
drangar, sem standa með nokkru millibili, en í beinni sjónlínu, upp
úr blágrýtishlíðinni. Sennilega stendur nafnið eitthvað í sambandi
við það, að tröll hafi stiklað á steindröngum þessum, þó að menn
þekki nú eigi neina sögu um það. Upp af Stiklum er há bunga á
íjallsbrúninni, — en þarna fer fjallið að hækka og verða bratta-
minna. Bungan er nefndMiÖaftanshrjóna (4) og minnir það á hin-
ar mörgu sagnir um byggð á Bleiksmýrardal til forna. Sé gengið
upp á Hrjónu, blasir við lítill dalur eða dalverpi, uppi á fjallinu.
Gengur það til suðvesturs og nær langt inn á fjall. Það er nefnt
Miðmundadalur (5), og skil eg eigi nafnið. í þessu dalverpi er Mor-
mónabrekka (6). Það er eigi annað annað en grjótskriða, sem ein-
hver gamansamur náungi síðari tíma hefir gefið þetta nafn. Þegar
norður frá Stiklum dregur, er hvert örnefnið við annað. Flest í
fjalli. Þar eru Geirhyrnuhálsar (7), Moldhóll (8), Bæjarskriða (9),
12