Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 180
178
Aurverpill (10, og Bláahlíð (11) með einkennilega bláu grjóti. Uppi
af Bláuhlíð eru Fjallseyujar (12). Það er all-langt klettabelti í fjalls-
brúninni, eigi mjög hátt. Suðurgil (13) skerst suðvestur í fjallið,
norðan-við Fjallseggjar. í gilinu er lítill lækur, sem stundum hverf-
ur alveg. Hann hefir fengið sjálfstætt nafn og heitir Spræna (14).
Sumir nefna því gilið Sprænugil (15), en það er eigi þess rétta nafn.
Norðan við Sprænu hækkar fjallið að mun, en hlíðin er slétt, melar
og moldarbörð, og er nefnd Háahlíð (16). Nokkurt undirlendi er
niður-af Háuhlíð, á háum bökkum við ána, og heitir þar Lambár-
bakkar (17). Norðan-við Háuhlíð klýfur Syðri-Lambárdalur (18)
íjallið. Ef ganga á fyrir botn þessa mikla þverdals, er það fjögra
klukkustunda labb. Eftir honum fossar straumhörð og vatnsmikil
þverá, sem nefnist Syðri-Lambá (19). 1 dalnum eru mörg smágil,
bæði í suður og norðurhlíðinni, og eru þetta hin helztu: Svartagil
(20), Aurskora (21), Austurgil (22), Vesturgil (23) og Fossagil
(24). I dalnum er Lambárdalsgren (25).
Norðan-við Syðri-Lambárdal er fögur fjallshlíð, sem nær yfir
all-langa leið, norður að Ytri-Lambárdal (26). Þessi hlíð er oftast
nefnd Lambahlíð (27), og grjóturðirnar við rætur hennar Lamba-
hlíðarskriður (28). Þær eru víða grasi grónar og skjólsælt þykir
þar fyrir sauðfé. Bakkarnir frammi við ána nefnast Lambahlíðar-
bakkar (29). Eftir Ytri-Lambárdal fellur Ytri-Lambá (30). Hennar
dalur er mikið minni en sá syðri, og í honum er aðeins eitt örnefni:
Grjóthóll (31), sem er inni í dalbotninum. — Þegar kemur norður
fyrir Ytri-Lambárdal, er fjallshlíðin að mestu gróin, alsett hólum
og dældum. Uppi við brúnir eru þar Bolaskál (32) og Stóraskál
(33), hringmynduð verpi. Það eru einu grasleysis-auðnirnar þarna.
Niður úr Bolaskál fellur Bolalækur (34) og myndar djúpa gróf í
bakkann niður við Fnjóskána, sem nefnd er Bolagróf (35), sérstöku
nafni. Bolaskálargren (36) er í suðurjaðri skálarinnar. Grímsskriða
(37) er þama skamt norður-af, og í henni Grímsskriðugren (38).
Þá koma Flausturbalar (39). Þar kvað hafa verið byggð til forna.
Einbúahlíð (40) er norður-af Flaustursbölum. Hún er beint á móti
Einbúa, sem er að austanverðu. Grákolluskál (41) er uppi í hlíðinni
norðanverðri, og Grákollubalar (42) þar niður af. Um Grákollu tröll-
konu er saga í Grímu, 3. hefti. Vindhólar (43) eru norðan-við Grá-
kollubala, og Vindhólaskál (44) þeim ofar. í brúninni yfir þeirri
skál eru hinir hræðilegu Vindhólalclettar (45), en niðri við ána er
Vindhólanesið (46), þar sem síðasta hesta-at á íslandi var háð.
Vindhólaklif (47) liggur suður af Vindhólum; það er mjög mein-
laus vegur. Djúpanes (48) er við ána næst norðan-við Vindhólanes.