Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 184
182
Vindhólaklií...................... 47
Vindhólanes....................... 46
Vindhólar......................... 43
Vindhólaskál...................... 44
Víðines........................... 54
Víðineshlíð....................... 56
Víðinesklif....................... 57
Víðinesskriða..................... 55
Ytra-Snjógil...................... 91
Ytri-Lambá........................ 30
Ytri-Lambárdalur.................. 26
l'röskuldur....................... 64
Fnjóskadalur.
Eg hefi oft furðað mig á því, að sjá á prenti, og það í ritgerðum
eftir færustu og merkustu menn, að nafnið Fnjóskadalur er ritað
Fnjóskárdalur. En það þýðir, að höfundarnir hugsa á þá leið, að
dalurinn dragi nafnið af vatnsfallinu, og vatnsfallið, eða áin, aftur
af fnjóskunum í dalnum. En þetta er alröng hugmynd. Eins og kunn-
ugt er, vaxa nú miklir og fagrir skógar í Fnjóskadal, og voru þó
meiri áður fyr. Þar af hefir dalurinn fengið nafn sitt. Orðið fnjóskur
er nafn á þuru spreki, eða byrkirótarhnyðju. Af þess konar sprek-
um og hnyðjum er nóg í dalnum, jafnvel þar sem nú vex enginn skóg-
ur. Dalurinn hefir því hlotið sann-nefni, er hann var nefndur Fnjóska-
dalur. Áin hefir svo verið ltennd við dalinn, sem sjálfsagt var, og
nefnd Fnjóská. Það nafn hefir þótt bæði fallegra og meðfærilegra
en t. d. Fnjóskadalsá, sem þó væri réttara. — Hitt er aftur á móti
ekkert annað en hugsunarvilla að ætla sér að kenna ána við fnjósk-
ana og dalinn svo við hana. Því að þð er vitanlega dalurinn sjálfur,
sem er óðal fnjóskanna, en ekki áin, þó að það kunni stundum að
koma fyrir, að einn og einn fnjóskur berist út í ána, með snjóflóði,
eða á annan hátt, og e. t. v. sitji um stund fastur á einhverri flúðinni.
S. D.