Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 185
Byggðanöfn og örnefni í Döluin.
Prófessor Ólafur Lárusson hefir fundið ýnis byggðanöfn í Forn-
brjefasafninu („Dipl. Isl.“) og skýrt frá því í fróðlegri grein í Árbók
hins ísl. Fornleifafjelags 1933—36.
Eitt þessara gömlu byggðanafna, en þau eru öll horfin úr notk-
un, er Finnmtírk, sem hefir verið nafn á hverfi af jörðum í Dala-
sj’slu, þar sem mætast Fellsströnd (áður Meðalfellsströnd) og
Hvammssveit. Jarðir þær, sem um er rætt 1 Fornbrjefasafninu, þar
sem Finnmörk er nefnd, heita: Holt eða Rárbarðarholt, Hóll, Köldu-
kmn og Hafstaðir (Hafurstaðir, Johnsens jarðat. 1847).
Nafnið Finnmörk, sem jeg hafði ekki áður heyrt haft um þessa
byggð, vakti hjá mjer minningar um örnefni í þessu hjeraði, Döl-
unum; en þar er jeg borinn og barnfæddur, í Hjarðarholti í Laxár-
dal. Einn af næstu bæjum við Hjarðarholt er Ljárskógar, sem að
vísu liggja ekki í hinum eiginlega Laxárdal, heldur tilheyra sjer-
stökum dal, þar sem áin Ljá rennur til sjávar. Hjarðarholtsland
liggur beggja megin við Hjarðarholts-hálsinn og alveg á milli Laxár
og Ljár. Sem smali gætti jeg sumarbúsmala fyrir norðan hálsinn
inn við sjó og við neðsta hluta Ljár, þar sem hún rennur milli Hjarð-
arholts- og Ljárskóga-lands. en það er tungan milli Ljár og Fá-
skrúðar. Þessi tunga var nefnd Mörlc, Ljárskógamörk. Gamalt upp-
höggið skóglendi, sem nú var vaxið fjalldrapakjarri og smávíði.
Man jeg það, að þegar Ljá var lítil, eða því nær þur, í langvarandi
þurkatíð, sótti fjeð ákaft á Mörkina, einkum til að ná í víðirinn.
Fáskrúð, sem jeg nefndi, er á, sem skilur Ljárskógaland í Laxár-
dal og Glerárskóga 1 Hvammssveit. Land þessa bæjar nær frá Fá-
skrúð til Glerár og myndast þar önnur tunga, sem einnig nefnist
Mtírk, Glerárskóga-mörk, til aðgreiningar frá hinni mörkinni. Landi
þessu svipar til hins og nafnið mun af líkum rótum runnið. Ó. L.
bendir á, að Finnmörkin fyrnefnda kunni að vera nefnd eftir Finn-
mörk í Noregi, og þykir mjer það sennileg tilgáta. Ekki er þó líklegt,
að landnámsmenn frá Finnmörk hafi numið það land, og mun því
ástæðan til þess, að nafnið er flutt hingað til lands, vera sú, að þetta