Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 186
184
skóglendi hefir að einhverju verið svipað því, sem gerðist á Finn-
mörk, bæði sömu trjátegundir, mest björk og landslagið líkara því,
sem þar gjörist, en t. d. á Hörðalandi, í Sogni, í Fjörðum og á Mæri,
en úr þessum hjeruðum, sem eru mjög brattlend, voru flestir land-
námsmenn. Hins vegar höfðu þeir ferðast um Norður-Noreg og
þekktu Finnmörkina. Ýmsir aðrir staðir hafa verið nefndir eftir
norskum stöðum til minningar eingöngu, án tillits til þess, hvort
nöfnin áttu hjer við eða ekki, t. d. Fura, Lýsa, ár á Snæfellsnesi.
Jeg hefi svipast um í Fornbrjefasafninu eftir þessum merkur-
örnefnum, en ekki fundið þau. Þar má þó finna nokkur ummæli um
þessar jarðir í máldögum kirknanna í hjeraðinu: ,,Þar til gaf hann
kirkjunni (í Þykkvaskógi) æfinlegt kolviðarhögg í Ljárskóga jörð“3)
„.. . . Kolviðarhögg í Ljárskógum svo sem Skógsmenn þurfa árliga“1 2)
„. .. . að ek samþykta að það kolviðarhögg skili standa sem hann
reiknaði að kyrkjan í Stóraskógi ætti í Ljárskógajörð“.3)
Þetta sýnir, að hjer hefir verið verulegur skógur í Ljárskóga-
landi og að honum hefir verið eytt af fremsta megni af eigendum
Stóraskógskirkju eftir að þar hafa verið eyddir orðnir skógarnir í
Þykkvaskógi og Náhlíð.
Hvammskirkju fylgdi skógarítak úr Glerárskóga landi „fyrir
neðan götu þá, er liggr milli Fáskrúðar ok Glerár“.4) .......Item
skógur í Glerárskógum, fyrir neðan götu þá, er liggur um þverar
tóptir milli Fáskrúðar ok Glerár. Eiga Glerárskógar eldiviðartöku
milli Glerár ok Skipalækjar".5) Hjer hafa ekki verið áskilin sjerstök
kolviðarhögg, heldur fær kirkjan allt tilkall til skógarins til rafta-
töku, kolagerðar og eldsneytis, nema á litlu svæði, þar sem eignar-
jörð skógarins heldur eftir eldiviðartöku úr kirkjuskóginum.
Þessi máldagabrjef sanna skóginn á þessum jörðum, þótt ekki
nefni þau merkur-ömefnin, sem varla var heldur við að búast. Þarf
ekki að undra, þótt það land, sem átti svona eftirsóttan skóg frarn
undir 16. öld, hafi frá fyrstu verið nefnt mörk, sem augsýnilega hef-
ir þá verið rjettnefni. Mjer hefir sagt maður kunnugur í Húnavatns-
sýslu, að jörðin Finnmörlc muni vera gamalt skóglendi. Þessi sögn
styður tilgátu próf. Ó. L. um innflutning þessara Finnmerkurnafna
með landnámsmönnum eða síðari innflytjendum og þá hugmynd mína,
að nafngjöfin mörk hafi verið sett á þau skóglendi, er svipaði til hinn-
ar miklu markar, Finnmarkarinnar í Noregi, bæði um viðartegundir,
vaxtarhæð og landslag.
Páll Jónsson, frá Hjarðarholti.
1) Dipl. isl. IV., nr. 713, 1445. — 2) — VII., nr. 147, 1491. — 3) — XI.,.
nr. 271, 1544. — 4) — IV., nr. 17 og 300, 1397. — 5) — V, nr. 534, 1470.