Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 187
»Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöf.«
Fáeinar athugasemdir.
Með þessari yfirskrift hefir hr. skjalavörður Barði Guðmunds-
son ritað athyglisverða grein í Andvara 1938. Sjerstaklega er það ný
og merk rannsókn um áttamiðanir í Njálu, er virðist varpa talsverð-
um bjarma á myrka slóð og margþráttaða, sem svo margir hafa
farið í eftirleit að höfundi Njálu. — Aðrar greinar sama höf. eru þó
ennþá fremur eftirtektarverðar, bæði „Goðorð forn og ný“ (Skírnir
1937) og „Uppruni Landnámabókar" (Skírnir 1938).
Markmiðið með línum þessum er þó hvorki að slá gullhamra nje
að gagnrýna það, sem er nýtt og vel útskýrt. Heldur hitt, að leið-
rjetta smá-skekkjur, sem auðsjáanlega stafa af ónógum kunnug-
leika. Þar með munu og slæðast aðrar ígripa-athugasemdir.
Leiðrjettingin lýtur að vegi Gunnars frá Hlíðarenda, hjá Rangá,
og „til engja sinna í Vestur-Landeyjum. . . .fyrir sunnan Þverá“, eins
og höf. segir.
Engjarnar og árnar.
Við þessi tilvitnuðu orð er fyrst þess að geta, að Móeiðarhvoll
er í Hvolhreppi, og ekkert af landi þeirrar jarðar eða engjum (Gunn-
ars) hefir legið eða liggur enn fyrir sunnan Þverá. Ekki nema þá að
því leyti, sem áin kann að breyta farvegi eða brjóta engjarnar í hólma
eða „eyjar“.
Áður en Hvolhreppsnafnið varð til,1) hefur Móeiðarhvoll verið
talinn með Rangárvöllum, eins og Völlur, en aldrei með Landeyjum.
Gunnar á Hlíðarenda hefur átt Móeiðarhvol að nokkru eða öllu
leyti, bæði áður en fjórði hluti þeirrar jarðar var lagður í sonarbætur
til Starkaðar undir Þríhyrningi, og eftir að því var riftað. Jörðin
hefur þá, ef til vill, gengið enn að erfðum í sömu ætt, frá Inm. Katli
Iíæng til Stórólfs sonar hans, ásamt Hvoli. — Og þá landið allt milli
ánna fyrir neðan Hvol, nema „Dufþaksholt ok mýrina“, sem Hæng-
1) Fyrst hefi jeg sjeð þess getið 1399. Fbrs. III. 647.