Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 188
186
ur gaf leysingjanum Dufþaki.1) Frá Stórólfi gat jörðin gengið til
Hrafnhildar dóttur hans og konu Gunnars í Gunnarsholti, Baugsson-
ar, þá til Hámundar á Hlíðarenda, og loks eftir hann til Rannveigar
eða Gunnars. En hvernig sem Gunnar hefir eignazt Móeiðarhvol, er
ekki annað líklegra en að hann hafi notað nokkurn hluta af þeim
miklu engjum þeirrar jarðar. Þó engjarnar sjeu enn miklar, suð-
vestur og vestur af bænum, hafa þær vafalaust verið meiri áður en
Markarfljót fjell til Þverár á 18. öld og vötnin hlóðU sandinum undir
sig, en brutust svo út á báðar hliðar. Mest kvað þó að þessu neðan
við engjarnar á Móeiðarhvoli, því þar lendir þeim saman, Rangá og
Þverá, en Ytri-Rangá nokkru neðar, og hjálpuðust þær svo allar að
því, að breyta farvegum og útföllum.
Leiðir Gunnars.
Heiðraður greinarhöf. gerir allt of mikið úr krókaleið Gunnars
að Keldum, í engjaferð hans. Segir þá leið „mynda hér um bil
rétt horn. Og hornpunkturinn er hjá Keldum“. Satt er það, að þetta
lætur mjög nærri, þegar mælt er eftir korti herforingjaráðsins, milli
bæjanna á Hlíðarenda, Keldum og Móeiðarhvoli. En þá verður líka
að gæta þess, að Þorgeirsvað er 2,2 km. sunnar en Keldur. Dregur
það mikið úr snjalla króknum og færir til hornið, því að aldrei hefur
Gunnar farið nær Keldum á þessum ferðum sínum, án sjerstaks
erindis. Hitt er miklu líklegra, að hann hafi farið heldur fjær (um
2,5 km.), upp úr Krappa yfir Fiská (lítið vatn), fyrst fyrir austan
Völl, svo upp með henni og aftur yfir hana milli Vatnsdalsfjalls og
Þríhyrnings. Heildarstefnan á þessari leið, er frá Móeiðarhvoli upp í
nánd við efra vaðið, nýnefnda, til austurs og suðausturs, og svo frá
horni þar til suðsuðausturs. Þó að vel fær leið væri líka og furðu-bein
milli Tunguvaðs og Þorgeirsvaðs á Rangá, þá sýnist hvorki nein
þörf nje flýtir fyrir Gunnar að krækja tvisvar yfir Rangá og Keldna-
læk að auki, sem hann þurfti aldrei að fara yfir.
Orsökin til þess, að Gunnar valdi sjer heldur leið með Rangá en
Þverá, held jeg svo einfalda, að honum hafi þótt „betri krókur en
kelda", og skemmtilegra að skyggnast um meira útsýni og ánægju-
legra að ríða um miklu margbreytilegra og fjölskrúðugra landslag.
Norðurleiðin, með Fiská og Rangá, er öll þur og hindrunarlaus, og
Hvolhreppur þar að endilöngu svo að segja óslitinn skeiðvöllur. Hins
vegar verður ekki sjeð, hvort nokkuru sinni hafa legið götur með
1) Leysingja þeirra bræðra í Landeyjum, Hildis og' Hailgeirs, segir Land-
náma. Gjöfin bendir þó fremur til þess, að D. væri leysing’i Hængs.