Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 189
187
Þverá að norðanverðu alla leið frá Hlíðarenda til Móeiðarhvols. Að
minnsta kosti hefir aldrei verið nein almannaleið þar með ánni um
Hvolhrepp niður frá Dufþekju. Líka má búast við, að þar hafi verið
keldudrög og torfærur (ef ekki grafskurðir) fram úr mýrarsvakk-
anum, áður en fljótið tók að róta þangað mold og sandi, og hækka og
herða bakkana. — Nú eru þeir hærri en mýrin, svo keldusvakkinn
(með manndrápsleðju á stöku stað)') lónar við þá að endilöngu. Þriðja
leiðin er og hefur auðvitað líka alltaf verið til, með bæjum og milli
þeirra, og beinust í heildar-línu. En styttri eða fljótfarnari, með ótal
litlum og löngum krókum og hliðum, er vafasamt. Að öllu athuguðu
tel jeg því enga furðu, þó Gunnar kysi lielzt norðurleiðina, og eigi
vafasamt, að hann hafi farið hana. Þó má líka telja sennilegt, að
Gunnar hafi farið suðlægari leið: „um Akratungu þvera ok svá til
Geilastofna ok þaðan til Rangár (ok ofan til vaðs hjá Hofi)“, oftar
en í það eina sinn, er hann sat fyrir Kirkjubæjar-mönnum. Á dögum
Njálssögu og enn síðar voru gil nefnd geilar, og jafnvel lægðadrög
líka. Er því vafalaust, að Geilastofnar eru upptök giljanna í Hlíðinni
að utanverðu, þar sem greiðast hefir verið sunnan Vatnsfells (nú
Vatnsdals- og Árgilsstaða-fjall). llitt er líka vel athugandi, að Gunnar
á Hlíðarenda gat átt að erfðum (á líkan hátt og M.) eða notað til
slægna eyjar frá Hrafntóttum, sem enn eru til að nokkru, með góðri
slægju. Þangað var norðurleiðin heldur beinni, og þá að sjálfsögðu
út-yfir Rangá um Þorgeirsvað, eða þar í nánd, og fyrir norðan Hof.
Eftir stuldinn í Kirkjubæ og málaþrasið út af honum hefir
Gunnar, ef til vill, búizt við njósnum um ferðir sínar frá einhverjum
bæjum, og gat það verið ein orsökin til þess, að fara norðurleiðina,
því þaðan sjest til frá færri bæjum en á hinurn leiðunum. — Melkólf-
ur þræll hefir líka að sjálfsögðu forðast leiðir nærri bæjum, með
stolnu ostana og smjörið. Hann mun því hafa farið sem beinast frá
Kirkjubæ, yfir Stokkalæk við Rangá, upp Tungu, yfir Keldnalæk
spölkorn frá ánni, um Höldin, Þorgeirsvað og sunnan Þríhyrnings.
Örnefnafjöldinn.
Þótt örnefnin í Njálu sjeu færri að tiltölu eftir lengd lesmálsins
í Rangárþingi en í öðrum hjeruðum, er það eigi furðulegt. Þar gerist
meginefni sögunnar og margar sögulegar frásagnir, sem ekki grípa
inn í ferðalög, landslag eða örnefni. Það er því út af fyrir sig lítil
sönnun fyrir ókunnugleika höf. Njálu í Rangárþingi—eins og E.Ó.Sv.
vill láta vera. Og því fremur, sem með góðum vilja, nægum kunn-
1) Sbr. slysið 13. júlí 1930, er piltur (Tr. J.) varð fastur í leðjunui, hvarf
og drukknaði.