Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 190
188
ugleika — og án hlutdrægni utan um einhverja sjerstaka ímyndun •—-
má telja staðháttu og örnefnafrásagnir Njáluhöf. í öllum aðalatrið-
um sannar, og í flestum stöðum í Rangárþingi mjög nákvæmar og
lcunnuglegar. — Hitt er lakara og veldur meiri ruglingi, að alla
skortir okkur, nútíðarmenn, fullkominn kunnugleika á staðháttum og
næga þekkingu og skilning á athöfnum, munnmælum og ritum for-
feðra vorra. Vegna þess hefur komið fram endalaus ágreiningur, og
óbotnandi mergð og þvæla ritgerða.
ítökin frá Keldum.
Hr. B. G. minnist á tvö af ítökum Keldnamanna í grein sinni.
1. í Kirkjubæ. ftak það átti kirkjan, og var einungis hellunám í landi
Kirkjubæjar eystri. Kirkja á Keldum mun vera byggð af Jóni Lofts-
syni eftir 1190, og ítaks þessa er fyrst getið í máldaga 1397. — 2.
„Að Keldnabændur stunduðu heyskap suður í Þykkvabæ, um eitt
skeið“. Um það veit maður nú ekki, hvort verið getur eldra en frá
því kring um aldamótin 1600. Þá bjó á Keldum Eiríkur Björnsson
Þorleifssonar lögmanns, Pálssonar. Eiríkur átti 15 hundruð í Þykkva-
bæ og gaf m. a. Torfa syni sínum, „til kaups og konumundar“ (alls
eitt hundr. hundr.) 1611, þá er hann giftist Guðlaugu Guðmundsdótt-
ur prests í Gaulverjabæ. Keldnaeign alla fjekk Torfi þá líka m. m. í
konumundinn. Bjó hann þar eftir föður sinn og svo næstu niðjar
hans. Má vel vera, að þeir hafi notað þessa eign sína og sótt hey-
skap í Þykkvabæinn, einkum í grasleysisárum. (Sbr. Jarðarbók Á. M.,
Rvs. bls. 238). — Þannig var og 1881 sóttur frá Keldum megin-hluti
heyskaparins út í Safamýri. Þessir „Keldumannavegir“ til ítakanna
í Kirkjubæ og Þykkvabæ hafa alltaf legið nokkuð langt fyrir norðan
Eystri-Rangá, og því aldrei að neinu leyti komið saman við engja-
vegi Gunnars á Hlíðarenda. Hvort Keldur „hafa ætíð verið engja-
rýr jörð“, er ekki full vissa fyrir. í fornöld — hve snemma veit mað-
ur ekki — hefir verið áveita frá öllum Austurbotnum Keldnalækjar
á mestallt flatlendið þar suður af. Er því líklegt, að þar hafi þá
verið slægjur að miklum mun. Túnið var stærra (þá?) en nú, og
auk þess voru þá umgirtar með geysistórum garði mörg hundruð
dagsláttur á allar hliðar við túnið. Og þarf ekki að efa, að innan þess
garðs hafa verið miklar slægjur í góðum grasárum, þó nú sje þar að
mestu leyti hraun og sandar.
Bardagar við Rangá.
Vafalaust gerir Njála nákvæmari og rjettari grein en Landnáma
fyrir því, hvar Gunnar á Hlíðarenda háði bardaga sína. Þó að Land-