Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 193
191
Sagan lýsir því sjálf greinilega, að Njáll og synir hans vissu
iim ferð Flosa sama kvöldið, sem hann kom. Tveir bræðranna komu
þá heim að óvörum, einmitt af því, að þeir frjettu um liðssafnað-
inn. En setjum nú svo, að heimamenn allir væru inni og enginn vissi
neitt um það, á hverju væri von. Þykir mönnum þá trúlegt, að eng-
inn fyndi til óróleika undir slíkan atburð? Ekki einu sinni hundarn-
ir (sem efalaust hafa verið þar til eins og á öðrum bæjum). Þeir
eru vanir að heyra, sjá og gelta, þó færri og vinsamlegri gesti beri
að garði en hundrað óvini með tvö hundruð hesta. Jörðin flytur
hljóðið um lengri leið en þá 40—50 faðma, sem ,,dalurinn“ var frá
bænum. En þar bundu þeir Flosi hesta sína, og hann var nógu stór
fyrir þá alla, allt að 50 faðmar í þvermál.1) Þennan „felustað“ gat
Flosi vel hugsað sjer til þess eins, að minna bæri á fjölda manna
og hesta, sjeð heiman að. Og vafalaust hefir hann, eða a. m. k.
Hlíðarmenn, vitað það áður, að þarna var þurasti og ákjósanleg-
asti staður fyrir þá menn, sem settir hafa verið til þess að gæta
hestanna, að sjá yfir allan hópinn og gæta þess, að enginn tapaði
reiðskjóta sínum.
3. Um þriðju hrösunarhellu manna í Njálu, sem fjölda margir
hafa misskilið og þráttað um af ókunnugleika, það er: um Fiskivötn
og ferðir Flosa, mun fjehirðir A. J. Johnson ræða, og gera glögg skil
því m. fl„ í Árb. Fornl.fjel. áður en langt um líður.
Örnefni í Henglinum
og hálendinu, sem er áfast við hann.
Safnað hefir Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.
Hengillinn (1) er stórt og hátt fja.ll; hæsti hnúkur hans
er í daglegu tali nefndur Vörðuskeggi (2). Vestan-í Henglin-
um er Marardalur (3); er hann niður frá Vörðuskeggja. Vestan dals-
ins kemur fjallið Þjófahlaup (4). Norð-vestan frá Marardal eru Gras-
hólar (5). Skeggjadalur (6) er norður frá Vörðuskeggja. Enn norðar
eru Sporhelludalir (7) ; bera þeir nafn sitt af hellu, sem heitir Spor-
hella (8) ; eru í henni djúpar götur eftir hestafætur. Vestur-af Spor-
helludölum er Dyradalur (9); eftir honum liggur Dyravegur (10).
1) Sbr. Árbók Fornlfjel. y887, bls. 4. Svo og ýmislegt, er snertir þessa
grein í sama riti 1892, 43, 1896, 35, 1927 og 8 o. fl. st.