Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 195
193
ur frá því er Súlufell (79), en vestan-við Súlufell er Laxárdalur (80),
og suður-af dalnum eru Villingavatnsbotnar (81). Framan við botn-
ana er Klóarfell (82), og austan-við það er Selfjall (83), en austur
frá Selfjalli er Villingavatnsdalur (84). Suður-af dalnum eru LJlf-
ljótsbotnar (85) og Efjumýrar (86). Vestur-af mýrunum er Álútur
(87) og neðan-við hann eru Álútsbotnar (88). Suður frá botnunum
eru Hvammar (89) og Hvammabrún (90). Suður-af Hvammabrún
er Lambhagahnúkur innri (91) og hjá honum er Lambhagi (92), en
austur-af honum er Lambhagaskarð (93). Suður-af Skarðinu er
Lambhagahnúkur syðri (94), og vestur-frá honum er Ilúsatorfu-
hnúlcur (95). Sunnan-við hann eru Stórukonugils-botnar (96) og
suður frá þeim er Sognseldalur (97) og Gljúfurseldalur (98). Norð-
ur frá Sognum (99) eru Sognsbotnar (100), og austur frá þeim er
Selás (101); er hann syðst í Hryggjum (102). Austar og neðar er
Bjarnarfell (103) og austan-við það er Djúpi-Grafningur (104) ; er
hann við Grafningsháls (105).
Fyrir austan Villingavatnsseldal er Úlfljótsvatnsselfjall (106).
Nyrzti hnúkur þess heitir Náttmálalmúkur (107). Austan-undir fjall-
inu eru Selflatir (108). Vestur frá Úlfljótsvatnsselfjalli er Langi-
dalur (109). Vestan-við hann er Dagamálafjall (110), en sunnan-við
liann er Þrívörðuhnúkur (111). Vestan-við hnúkinn eru Kjóavellir
(112), og suður frá þeim er Hlíðarfjall (113), en suðvestur-af þeim
er Botnhnúkur (114). Suður-frá Hlíðarfjalli er Stóra-Hálsfjall (115).
Austan-við Hryggina, en vestan Hlíðarfjalls og Stóra-Hálsfjalls, er
langur dalur. Nyrzti hluti hans heitir Hlíðardalur (116), miðhluti
Kringluvatnsdalur (117), og syðst Klyftartungur (118). Milli Hlíðar-
fjalls og Stóra-Hálsfjalls er Geithamragil (119) .
Álftatjörn....................... 70
Álútur........................... 87
Álútsbotnar...................... 88
Ástaðafjall...................... 56
Bitra............................ 55
Bjarnarfell......................103
Botnahnúkur......................114
Dagmálafjall.....................110
Dalafell......................... 67
Djúpi-Grafningur.................104
Djúpagil......................... 62
Dyradalur ........................ 9
T)yradalshhúkur.................. 11
Dyravegur........................ 10
Efjumýrar........................ 86
Eggin............................ 14
Elngidalur....................... 41
Folaldadalir..................... 12
Fremstidalur..................... 48
Geithamragil.....................119
Gljúfurseldalur.................. 98
Grafningsháls....................105
Grashólar......................... 5
Grensdalur....................... 68
Grensdalsá....................... 69
Háhryggur........................ 36
Hátindur......................... 16
Hengill........................... 1
13