Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 197
Skýrslur.
I. Aukafundur 1936.
Hann var haldinn laugardaginn 31. október, kl. 5 síðdegis, í
kirkjusal Þjóðminjasafnsins. Voru 14 fjelagsmenn á fundi.
Formaður setti fund og minntist þriggja fjelagsmanna, er lát-
izt höfðu síðan aðalfundur hafði verið haldinn; voru það þeir R. B.
Anderson, fv. sendiherra, Sigurður Jónsson skólastjóri og Stefán
Runólfsson prentari. Fundarmenn risu allir úr sætum sínum og
minntust hinna fráföllnu fjelagsmanna.
Þá skýrði formaður frá því, að komið hefði til orða, að nokkrir
norrænir fornfræðingar tækju þátt í fornleifarannsóknum hjer á
landi með þjóðminjaverði, einkum rannsóknum fornra bæjai'ústa, er
hann framkvæmdi þær. Skýrði formaður frá, hversu þeirri þátt-töku
myndi hagað, ef úr henni yrði, og hver væri tilgangurinn með henni.
Óskaði hann að heyra álit fundarmanna um þessa fyrirætlan, og sjer-
staklega, hvort nokkur þeirra hefði nokkuð á móti henni. Urðu
nokkrar umræður um þetta mál. og tjáði enginn ræðumanna sig mót-
fallinn því, að þetta færi fram. Leitaði formaður atkvæða allra fund-
armanna, og var enginn á móti þessu.
Þá gat fonnaður þess, að stjórn f jelagsins hefði komið sjer sam-
an um að leggja til, að herra prófessor, dr. phil. Haakon Shetelig,
forstöðumaður forngripasafnsins í Björgvin, yrði kjörinn heiðurs-
fjelagi. Var sú tillaga samþykkt í einu hljóði.
Þá urðu nokkrar umræður um verndun gamalla bæjarhúsa hjer
á landi. Minntist Benedikt Sveinsson í því sambandi á vemdun eld-
húsa og Eggert Briem á leiguliðahús og athugun þeirra. Formaður
gat um málaleitanir sínar sem þjóðminjavarðar til þess að fá mælda
og myndaða sem flesta hinna merkustu og elztu torfbæja og vernd-
un nokkurra þeirra, sjerstaklega hinna gömlu bæja á prestssetrun-
um þrem norðanlands, í Glaumbæ, Laufási og á Grenjaðarstað, sem
ríkið ætti að öllu eða mestu leyti, og bæjarins á Keldum á Rangár-
völlum, einkum hins forna skála þar.
18*