Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 199
197
III. Aðalfundur 1938.
Hann var haldinn s. st. miðvikudaginn 14. desember, kl. 5 síðd.
Er formaður hafði lýst fund settan, minntist hann þessara 4
fjelagsmanna, er látizt höfðu síðan aðalfundur var haldinn síðast:
Davíð Sch. Thorsteinsson, fyrv. hjeraðslæknir, Helgi Guðmundsson,
þjóðsagnasafnari, Jón Gunnarsson, samábyrgðarstjóri, og Oddur
Oddsson, gullsmiður. Minntust fundarmenn þessara manna og risu
úr sætum.
Formaður skýrði frá því, að árbók fjelagsins fyrir síðasta og
yfirstandandi ár væri nú í prentun. Því næst skýrði hann frá fjár-
hag fjelagsins og las upp reikning þess fyrir árið 1937. Höfðu end-
urskoðendur fjelagsins ekki haft neitt við hann að athuga. Átti fje-
lagið í reikningslok 2552,33 kr. í handbæru fje, auk fasta-sjóðsins,
sem var 3500,00 kr. eins og að undanförnu. Sbr. þennan reikning,
sem prentaður er hjer á eftir. — Síðan gerði formaður grein fyrir
örnefnasöfnun fjelagsins á liðnu ári.
Stjórn fjelagsins lagði til, að þeir dr. phil. Poul Nörlund, for-
stöðumaður þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn, og herra Mark
Watson, sem er búsettur í Lundúnaborg, yrðu kjörnir heiðursfje-
lagar. Var tillagan samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna.
Að lokum skýrði formaður frá 2 fornleifarannsóknum sínum á
umliðnu sumri og hausti. Var önnur þeirra rannsókn á merkilegri
kvenmannsdys, er fundizt hafði við vegargerð nálægt Ketilsstöðum
á Útmannasveit síðastliðið vor; sýndi! formaður jafnframt ýmsa
gripi, er þar höfðu fundizt. En hina rannsóknina hafði hann fram-
kvæmt á hinni fornu bæjarrúst á Eiríksstöðum í Haukadal, sbr.
síðasta aðalfund, og e. fr. Árb. 1895, bls. 20. Kvað hann hafa komið
í ljós, að þar væri að eins um eina bæjarhússtóft að ræða, en ekki
tvær sambyggðar, svo sem álitið hefði verið.
Þá var ekki fleira rætt. Lesin fundargerð og samþykkt, og að
því loknu sagði formaður fundi slitið.
IV. Aðalfundur 1939.
Hann var haldinn á s. st. laugardag 8. apríl, kl. 5 síðd.
Formaður setti fund og bauð menn velkomna.
Ilann minntist þess, að Indriði Einarsson rithöfundur, fyrrum
skrifstofustjóri, hafði andazt fyrir fáum dögum. Hann hafði verið
einn af stofnöndum fjelagsins, fyrir tæpum 60 árum, lengi einn af
embættismönnum þess og verið kjörinn heiðursfjelagi á 50 ára af-