Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 126

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 126
128 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS skrifað er af sr. Vigfúsi Björnssyni á Skinnastað árið 1772, að lialda skyldi fyrir nösum hestsins „gillene plástur.“ Síðan segir Houser: „Gillene plástur“ táknar mannasaur. Málsgreinin er í heild þannig hjá sr. Vigfúsi: „Halt fyrir nösum hestsins gillene plástur. Gef hestinum að drekka hann volgan þrisvar í volgri mjólk.“ Nú er þetta úr þýðingu sr. Vigfúsar á einhverju erlendu riti og það segir auðvitað ekkert um það, hvort þessi læknisaðferð hafi yfirleitt verið viðhöfð á íslandi. Enda g'átu víst verið fleiri efni í þessum plástrum en mannasaur. Houser nefnir líka á bls. 56, að hvergi í íslenskum ritum nema á þessum eina stað sé ráðlagt að gefa hestum inn saur til lækninga. En í næstu málsgrein segir hann, að sumstaðar hafi menn horið hann að nösum hesta til þess að koma þeim til að frýsa og ber fyrir því sr. Jón Bergsson úr Álftafirði austur, að menn hafi borið sjálfs sín „excretiones" að nösum hrossa. Nú held ég að orðið saur í merkingunni excretiones hafi aldrei verið notað um annað en manna- saur. Menn tala um hrossatað eða hrossaskít, sauðatað og kúamykju, hundaskít og kattadrullu, — en ekki saur. Mér virðist því, að Houser telji, að í þessu tilviki sé um mannasaur að ræða. En málsgreinin hjá sr. Jóni Bergssyni hljóðar svo: „Engir sérlegir sjúkdómar eru hér á hestum, þó ber við, að hestar fái hrossa- sótt. Halda menn að þeim batni, ef þeir geta frísað og leitast því við að bera eitthvað að nösum þeirra, sem frísa verki, svo sem kyntan brennistein, sjálfs síns excretiones eða hvað annað.“ Hér sýnist mér eftir orðanna hljóðan, að hér gæti verið um skít hestsins sjálfs að ræða. Þá stafsetur höfundur orðið físisveppur viljandi með ufsiloni, enda segir hann: „Ileitið fýsisveppur virðist benda til gamallar trúar á, að sveppur þessi auki holdlega fýsn (sbr. heitið kerlingaeldur).“ Ég verð því miður að vera honum ósammála í þessu, því að þetta heiti gorkúlunnar mun stafa frá öllu óskemmtilegra fyrirbæri en holdlegri fýsn, nefni- lega sögninni að físa með einföldu, sem þýðir að freta og kemur m.a. fyrir í Hárbarðsljóðum, semsagt mjög löngu áður en menn fóru að glutra niður eða ruglast á ufsilonhljóðinu. Þai' segir Hárbarður svo við Ásaþór: Hvorki þú þá þorðir/fyrir hræðslu þinni/hnjósa né físa/svo að Fjalar heyrði. Þá vil ég vekja athygli á nokkurri ónákvæmni í orðavali á fáeinum stöðum til viðbótar. Á bls. 5 er sagt, að erfitt sé að sjá, hvaða verkfæri bíldör hafi verið, sem skotið var af boga. Líklega er um að ræða ör sem var breiðari fyrir oddinn en venjulegt var. Orðið líknargaldur kemur fyrir nokkrum sinnum og er að vísu leiðrétt tví- vegis á öftustu síðu í líkingargaldur, en villan kemur samt nokkrum sinnum oftar fyrir. Á bls. 141 segir, að klerkar hafi tekið kláða sem vitnisburð um helgiljóma og er vitnað í Tómasar sögu erkibiskups. En í þeirri tilvitnun segir einmitt „að allur likamurinn var í lúsugu hárklæði, gaf lúsin af sér kláða, en klæðið sviða og má því sannlega svo segja, að hver limur hans líkama væri sannlega píslarvottur fyrir Guði.“ Spurningin er þá, hvort telja eigi píslarvætti og helgiljóma eitt og hið sama. Á bls. 164 er vitnað í Gísla sögu Súrssonar, þar sem tvívegis segir, að Vé- steinn Vésteinsson hafi riðið við hrynjandi. Orðið hrynjandi hafa menn að vísu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.