Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 2
KRISTJÁN ELDJÁRN
Kumlateigur í Hrífunesi í Skaftártungu I.
í Hrífunesi í Skaftártungu í Vestur-Skaftafellssýslu varð þess fyrst
vart 1957 að verið hefði forn kumlateigur í túnfætinum niðri við
Hólmsá. Árið eftir, hinn 3. nóv. 1958, rannsökuðum við Gísli Gestsson
óvenjulega frágengið hrosskuml þar á staðnum, og birti ég greinargerð
um fundinn í Árbók 1965, bls. 59-62. Komið var fram á vetur, þegar
rannsóknin var gerð og veður ekki hagstætt, slydduhríð með köflum en
ekki frost. Tókst okkur þó að fá fram ótvírætt rétta mynd af umbúnaði
grafar og lögðum okkur sameiginlega fram um að skilja afstöðu gjósku-
laga til kumlsins. Þetta var ekki sérlegum vandkvæðum bundið, því
enda þótt áin hefði þegar skaddað kumlið talsvert vildi svo vel til að all-
nokkur slatti jarðlaga var enn eftir óhreyfður ofan á kumlinu. Var þar
tækifæri til að sjá hvernig gjóskulögin stóðu af sér miðað við kumlið.
Gerðum við tiltölulega einfalda þverskurðarteikningu af þessu, og Gísli
tók myndir, sem nú eru ómetanlegar, þótt skilyrði til ljósmyndunar
væru ekki í besta lagi. Uppdrátturinn birtist í Árbók 1965, svo og ein
ljósmyndin, en hún prentaðist þar svo illa að telja má hana gagnslitla
þar.*
Pegar hrossgröfm var fundin var að sjálfsögðu talið líklegt að í
námunda við hana væru — eða hefðu verið - kuml manna, þótt illvinn-
andi hefði verið að leita þeirra sökum þess óhemju jarðvegsmagns sem
þarna hefur hlaðist upp síðastliðnar 10-11 aldir. En Árni Jónsson, bóndi
í Hrífunesi, sem áður hafði verið glöggskyggn á það sem var að gerast
í túnfætinum af völdum Hólmsár, var iðinn við að aðgæta hvort
nokkuð fleira kæmi í ljós eftir því sem áin grefur undan jarðvegsstálinu
og úr því hrynur smátt og smátt. Sumarið 1978 sá hann stein gægjast
þar fram og þegar hann aðgætti betur var þar undir smávægilegt beina-
hrafl. Hann tók sýnishorn af þessu og sendi Þjóðminjasafninu með
eftirfylgjandi bréfi, í ágúst 1978 (en beinin eru færð til bókar 1.8. 1979,
þar eð þau voru fyrst til athugunar hjá próf. Jóni Steffensen):
* Sú mynd endurprcntuð hér sem 3. mynd.