Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 74
78 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Synir hennar gerðu eftir hana erfisdrykkju góða og var ölteiti nokkurt. Samferða frá jarðarförinni urðu Arnlaug systir Þuríðar og Magnús Sig- urðsson hreppstjóri í Hvammi (d. 1921). Tapaði Arnlaug þá stað og stundu og sagði við Magnús: „Þetta er sú albesta smalareið sem ég hef nokkurn tíma farið.“ Magnús svaraði hóglátlega: „Það er gott að þú skemmtir þér, Lauga mín, það er ekki svo oft sem hún systir þín er jörðuð!" Þær systur, Þuríður og Arnlaug, ólust upp á Miðskála undir Eyjafjöllum um og eftir miðja 19. öld. Smalareið hélst í Skaftafellssýslu og í Rangárvallasýslu út til Fljóts- hlíðar fram um aldamótin 1900, með vissu allt til um 1920. Ungt fólk, sérstaklega, fór í hópreið saman til einhverrar nágrannakirkju og kom við á góðum bæjum. Fólk úr Austur-Landeyjum fór eftir aldamótin 1900 inn að Nauthúsagili á smalareiðarsunnudaginn. Þorgerður Guð- mundsdóttir frá Rimakoti í Austur-Landeyjum minnir mig að hafi verið fædd 23. ágúst 1877. Hún sagðist hafa farið um 18 ára aldur í smalareið með fleira fólki austur undir Austurfjöll. Farið var á laugardegi. Hún og einhverjir fleiri gistu hjá Bárði Bergssyni bónda í Ytri-Skógum blá- nóttina og komu við í Eyvindarhólum daginn eftir, en ekki var þá messað þar. Heim var komið seint um kvöldið og klukkan 3 nóttina eftir sagðist Þorgerður hafa verið vakin til verka og þá lurkum lamin því reiðhestur hennar hafði verið hastari en góðu hófi gegndi. Kvaðst hún þá hafa heitið því að fara aldrei aftur slíka ferð. Rétt er að geta þess að þessi ferð var ekki um 15. sumarhelgina heldur fyrr á slætti en nefnd smalareið eigi að síður að sögn Þorgerðar. Geirlaug Filippusdóttir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi var fædd 16. janúar 1876 og átti heima í Fljótshverfi og á Síðu til 20 ára aldurs. í æsku hennar var farin smalareið austan úr Fljótshverfi út á Síðu eða út í Landbrot. Var farið að heiman á laugardegi og gist á góðum bæjum. Ragnhildur Guðbrandsdóttir frá Hraunbóli á Brunasandi, f. 1878, nefndi 15. sunnudag í sumri smalasunnudaginn,"31 6 Allt hnígur þetta í þá átt, að svokallaðar smalareiðar hafi verið lítt eða ekki þekktar utan austurhluta Suðurlands. Þeirra er einfaldlega ekki getið annars staðar óumbeðið, nema þá til að afneita þeim. Þannig skrifar Eyfirðingurinn Ólafur Davíðsson í „viðbæti við Þjóðsögur Jóns Árnasonar“ árið 1893: „Ekki þekkjast smalabúsreiðar eða smalareiðar á Norðurlandi svo ég viti, en stundum ríða menn á aðrar kirkjur og þykir það hin besta skemmtun, því sjaldan mun ferðin vera gerð til að hlýða á prestinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.