Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Latidtiámslagið
Landnámslagið fannst fyrst við fornleifauppgröft í Þjórsárdal árið
1939 og var þá nefnt Vlla + b (Sigurður Þórarinsson 1944, 1968). Þar
liggur lagið rétt neðan við elstu mannvistarleifar, en í Skálholti, Reykja-
vík og í Vestmannaeyjum koma fyrstu merki um mannabúsetu fram
neðan við Landnámslagið (Þorleifur Einarsson 1962, Else Nordahl 1983,
Margrét Hermannsdóttir 1982).
Upptök Landnámslagsins eru á um 40 km langri gossprungu á
sprungukerfi sem kennt er við Veiðivötn á Tungnaáröræfum (Guðrún
Larsen 1984). Þetta gos hefur þá sérstöðu að kvikan, sem upp kom, til—
heyrir tveim kvikukerfum, súru og basísku (Sveinn Jakobsson 1979).
Gjóskulagið er því tvílitt á kafla, neðri hlutinn er gráhvítur en sá efri
grágrænn og er útbreiðsla hans miklu meiri. Helstu eldstöðvarnar á
gossprungunni eru Vatnaöldur og Hrafntinnuhraun. Efnismagn í gos-
inu var um 3 km3 af gjósku en um 1 km3 umreiknað í fast berg. Gjósk-
an er fínkorna og dreifðist víða.
Þrátt fyrir að aldur Landnámslags sé ekki þekktur með vissu, er það
þó ein mikilvægasta jafntímalínan í jarðvegi hérlendis, fyrst og fremst
vegna afstöðu þess til elstu þekktra mannvistarleifa en jafnframt vegna
þess hve auðþekkt það er á útliti og efnasamsetningu og útbreiðsla þess
er mikil (Guðrún Larsen 1982, 1984). Sigurður Þórarinsson taldi það í
fyrstu eldra en landnám norrænna manna á íslandi (1958, 1961), en tók
síðar (1968) undir þá skoðun Þorleifs Einarssonar (1962), að það hefði
fallið eftir að land byggðist, þó ekki seinna en um 900 A.D. í ískjarna
frá Grænlandi finnast merki um nokkuð stórt gos á árinu 897 eða 898
(Hammer o.fl. 1980). Bent hefur verið á (Guðrún Larsen 1982), með
svipuðum fyrirvara og hér er hafður, að það gos gæti verið það sama
og myndaði Landnámslagið. Hér verður gengið út frá því að Land-
námslagið hafi myndast um 900 A.D.
Eldgjárgjóskan
Gjóskulagið Eldgjá 1 (E-l) er ættað úr Eldgjárgossprungunni, eink-
um þeim hlutanum sem í daglegu tali kallast Eldgjá. Sigurður Þórarins-
son rakti þetta gjóskulag frá Eldgjá niður að Hólmsárbrú (1955, 1958)
örskammt frá kumlateignum í Hrífunesi. Það var síðar kortlagt að hluta
af Guðrúnu Larsen (1978, 1979). Nýrri rannsóknir benda til að syðsti
hluti Eldgjárgossprungunnar hafi einnig átt þátt í myndun þess (óbirt
gögn höfi).
E-1 var í fyrstu talið eldra en landnám norrænna manna á íslandi
(Sigurður Þórarinsson 1958). Þegar unnið var að kortlagningu á