Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 116
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og fíngrum. Gamalt gróið brot var um miðbik hægra viðbeins. Einnig
var gróið brot á vinstra sköflungi, sem valdið hefur talsverðri styttingu
á beininu, og á vinstri sperrilegg var vel gróið brot. Á flestum beinum
þessa einstaklings voru sjáanlegar s.k. periostiskar breytingar, sem
benda til þess að maðurinn hafi þjáðst af holdsveiki, eða þá skyrbjúg á
háu stigi. Því miður vantar einmitt þau andlitsbein, senr hefðu getað
skorið úr því hvort um holdsveiki var að ræða.
Maðurinn hafði verið lagður á bakið, fætur samhliða og handleggir
niður með hliðum, en handarbeinin lágu á lærbeinunum. Stefna beina-
grindarinnar var 20° sunnan við austur. Um þennan mann hafði verið
kista. Hvorki var hægt að finna lengd hennar né breidd við höfðagafl,
þar eð jarðýtan hafði numið þar af henni. Ekki var heldur unnt að gera
sér grein fyrir dýpt hennar né stærð loks að neinu leyti, þar eð tréð var
víðast hvar aðeins dökk rönd í jarðveginum, sem var blendingur af
mold og möl (lækjarframburður). Breidd kistunnar við fótagafl var
hinsvegar aðeins 27 cm og um mjaðmir 41 cm. Hvergi vottaði fyrir
járnleifum né öðrum málmi, og má fullyrða, að kistan hafi ekki verið
negld með járnnöglum þar sem til hennar sást. Ekki fundust neinar
leifar klæða, hnappa né skrautgripa.
Síðan segir í skýrslu Gísla: „Tveim metrum sunnar lá höfuðkúpa af
manni (nr. 2), sem ýtan hafði losað um, og má telja alveg víst, að þar
liggi heil beinagrind. Hún var austar en sú fyrsta, þannig að höfuðkúp-
an var beint suður frá hnjám fyrstu beinagrindar (mynd 4).
Aðeins sunnar og nokkru hærra í jarðveginum lá enn einn hluti af
beinagrind (nr. 3). Fætur, lærleggir og rif vinstra megin og vinstra
handleggsbein, og lágu handarbeinin á vinstra lærlegg. Önnur bein
sáust ekki. Beinagrind þessi sneri nokkru nær austri en sú fyrsta og er
svo nærri nr. 2, að vinstri olnbogi hefur legið yfir hægri öxl hennar.
Tæpum 1 m suður frá höfuðkúpunni nr. 2 sá á mjaðmarbein og lær-
leggi ásamt hægri handleggsbeinum. Hægri handarbein lágu niður með
hægra lærbeini. Beinagrindin (nr. 4) sneri eins og sú fyrsta. Mögulegt
er, að þriðja beinagrind hafi raskast, þegar fjórða lík var jarðað, en ekki
er það ótvírætt. Mjaðmir þessarar beinagrindar eru beint suður frá
hnjám 1. beinagrindar.
Fimm og hálfum metra suður frá 1. beinagrind og um 2,75 m sunnan
við nr. 3 og örlítið austar en hún, lágu fótleggir og fótabein nr. 5, hlið við
hlið og sneru eins og nr. 3. Allt sem var fyrir ofan hné hafði jarðýtan
numið brott.
Það er öruggt, að ekki var kista um nema fyrstu beinagrind, og
einnig mátti sjá, að fætur voru ekki krosslagðir á nr. 1, 3, 4 og 5.“