Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 73
SMALABÚSREIÐ 77 Einar H. Einarsson úr Mýrdal, f. 1912: „Sunnudagurinn í fimmtándu viku sumars var hér annað tveggja nefndur smalareiðarsunnudagur eða stytt í smaladag. Þá átti að gefa smölunum frí og lána þeim hest, ef þeir áttu hann ekki sjálfir, svo þeir gætu eitthvað lyft sér upp. Svo mun hafa verið, að ekki væru smalar einir á ferð þann dag, því það var vaninn að ungt fólk annað en smal- arnir létti sér einnig upp þennan dag og sameinaðist í allstóra hópa. Oft var smalareiðin hafin með því, að farið var til einhverrar kirkju utan eigin sóknar og hlýtt þar messu, en síðan hófst aðalgleðskapur dagsins. Var þá riðið um sveitina, áð og jafnvel farið í einhverja leiki á fögrum stöðum. Mikið var oft sungið í þessum ferðum, og er heim var haldið í kvöldkyrrðinni, mátti stundum segja, að sveitin ómaði öll af söng. Nokkuð einrdi eftir af þessum sið frarn á fyrstu áratugi tuttugustu aldar. Fyrir kom, að bændur tóku þátt í þessum gleðskap með öllu sínu heim- ilisfólki, sem heimangengt átti. ...Smaladagurinn mun hafa átt allsterk ítök í hugum fólks, því oft var gangur sláttarins miðaður við hann.“27 Auk þessara sunnlendinga minntust þrjár konur af Vesturlandi á smalareiðar: Steinunn Þorgilsdóttir úr Hvammssveit, f. 1892: „Ég heyrði talað um smalareiðar um sláttinn, en ekki neinn ákveðinn sunnudag."28 Jóhanna Kristjánsdóttir úr Önundarfirði, f. 1908: „Smalareiðar var mér sagt að hefðu verið á miðsumarsdaginn. Hver sá smali, sem ekki hafði orðið máls vant hjá, átti þá að fá stóran ost að launum. Þá fékk hann líka lánaðan hest, og riðu smalar saman um sveitina með ostana. (Miðsumarsdaginn ber stundum upp á Þorláks- messu).“29 Elísabet Kristófersdóttir úr Staðarsveit, f. 1909: „Smalareiðardagur var sunnudagurinn í 18. viku sumars. Þá var öllum smölum lánaðir gæðingar með reiðtygjum og góðu nesti.“30 Það gætir óneitanlega meiri fjarlægðar í þessum svörunr en hjá sunn- lendingunum. Steinunn notar orðin „ég heyrði talað um“ og Jóhanna „var mér sagt“. Elísabet tekur lreldur ákveðnar til orða eins og hún sé nær vettvangi, þótt hún villist líklega á 18. og 15. viku sumars. En á það má benda, að hún ólst upp hjá Kjartani, syni séra Þorkels Eyjólfs- sonar á Staðarstað, sem hafði verið prestur í Skaftártungu í 15 ár um miðja síðustu öld. Þessu til viðbótar skulu teknir kaflar úr bréfi frá Þórði Tómassyni safnverði í Skógum undir Eyjafjöllum, dags. 15. des. 1983: „Þuríður Jónsdóttir húsfreyja í Steinunr undir Eyjafjöllum dó 1908.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.