Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 73
SMALABÚSREIÐ
77
Einar H. Einarsson úr Mýrdal, f. 1912:
„Sunnudagurinn í fimmtándu viku sumars var hér annað tveggja
nefndur smalareiðarsunnudagur eða stytt í smaladag. Þá átti að gefa
smölunum frí og lána þeim hest, ef þeir áttu hann ekki sjálfir, svo þeir
gætu eitthvað lyft sér upp. Svo mun hafa verið, að ekki væru smalar
einir á ferð þann dag, því það var vaninn að ungt fólk annað en smal-
arnir létti sér einnig upp þennan dag og sameinaðist í allstóra hópa. Oft
var smalareiðin hafin með því, að farið var til einhverrar kirkju utan
eigin sóknar og hlýtt þar messu, en síðan hófst aðalgleðskapur dagsins.
Var þá riðið um sveitina, áð og jafnvel farið í einhverja leiki á fögrum
stöðum. Mikið var oft sungið í þessum ferðum, og er heim var haldið
í kvöldkyrrðinni, mátti stundum segja, að sveitin ómaði öll af söng.
Nokkuð einrdi eftir af þessum sið frarn á fyrstu áratugi tuttugustu aldar.
Fyrir kom, að bændur tóku þátt í þessum gleðskap með öllu sínu heim-
ilisfólki, sem heimangengt átti. ...Smaladagurinn mun hafa átt allsterk
ítök í hugum fólks, því oft var gangur sláttarins miðaður við hann.“27
Auk þessara sunnlendinga minntust þrjár konur af Vesturlandi á
smalareiðar:
Steinunn Þorgilsdóttir úr Hvammssveit, f. 1892:
„Ég heyrði talað um smalareiðar um sláttinn, en ekki neinn ákveðinn
sunnudag."28
Jóhanna Kristjánsdóttir úr Önundarfirði, f. 1908:
„Smalareiðar var mér sagt að hefðu verið á miðsumarsdaginn. Hver
sá smali, sem ekki hafði orðið máls vant hjá, átti þá að fá stóran ost að
launum. Þá fékk hann líka lánaðan hest, og riðu smalar saman um
sveitina með ostana. (Miðsumarsdaginn ber stundum upp á Þorláks-
messu).“29
Elísabet Kristófersdóttir úr Staðarsveit, f. 1909:
„Smalareiðardagur var sunnudagurinn í 18. viku sumars. Þá var
öllum smölum lánaðir gæðingar með reiðtygjum og góðu nesti.“30
Það gætir óneitanlega meiri fjarlægðar í þessum svörunr en hjá sunn-
lendingunum. Steinunn notar orðin „ég heyrði talað um“ og Jóhanna
„var mér sagt“. Elísabet tekur lreldur ákveðnar til orða eins og hún sé
nær vettvangi, þótt hún villist líklega á 18. og 15. viku sumars. En á
það má benda, að hún ólst upp hjá Kjartani, syni séra Þorkels Eyjólfs-
sonar á Staðarstað, sem hafði verið prestur í Skaftártungu í 15 ár um
miðja síðustu öld.
Þessu til viðbótar skulu teknir kaflar úr bréfi frá Þórði Tómassyni
safnverði í Skógum undir Eyjafjöllum, dags. 15. des. 1983:
„Þuríður Jónsdóttir húsfreyja í Steinunr undir Eyjafjöllum dó 1908.