Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 5
KUMLATEIGUR í HRÍFUNESI ( SKAFTÁRTUNGU I
9
mikilla anna, einkanlega búferlaflutninga frá Bessastöðum þetta sumar,
vannst mér ekki ráðrúm til að koma því í verk á því ári. Óneitanlega
var það bagalegt, því að veturinn getur verið hættulegur minjum á
þessum stað. Rannsóknina gerði ég ekki fyrr en dagana 28. og 29. sept.
1981. Með því að bera saman litskyggnu Gísla Gestssonar frá árinu áður
og aðkomuna 1981 má sjá að eitthvað hafði hrunið úr stálinu, sem kann
að hafa máð nokkuð afstöðu kumls og gjóskulaga. Vonum minna hafði
þó að gerst og staðfesti Árni í Hrífunesi það. Rannsóknin var gerð í
lognkyrri haustblíðu sem ekki gat betri verið. Nefni ég það vegna þess
að skilyrði til nákvæmrar rannsóknar, myndatöku og uppmælinga voru
eins og best varð á kosið, en slíkt er ætíð mikils um vert. Ljóst var að
miklu máli skipti að gefa sem nánastar gætur að gjóskulögum. Sá ég
eftir á að réttast hefði verið að hafa gjóskulagafræðing með við rann-
sóknina. Úr því svo var ekki gert reyndi ég að bæta úr því með því að
setja mig í samband við próf. Sigurð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen
jarðfræðing og skýra þeim sem gleggst frá öllu sem ég hafði fram að
færa. Kom mér ekki á óvart að þeim þætti feitt á stykkinu, enda kom
okkur saman um að best væri að þau sæju verksummerkin með eigin
augum og við héldum öll fund á staðnum. Fórum við austur aftur,
sunnudaginn 4. október, og var veður þá miklu óhagstæðara en hið
fyrra sinn, en þó sæmilegt. Helst bagaði það að frostskán hafði myndast
yfir allt stálið, en auðvelt var þó að skafa hana af. Jarðfræðingarnir
gerðu sínar athuganir og öll rökræddum við lengi dags afstöðuna milli
kumls og gjóskulaga. Niðurstöður þeirra birtast hér á eftir, en fyrst skal
gerð grein fyrir kumlinu sjálfu, eða árangri hinnar fornfræðilegu rann-
sóknar.
Rannsókn þessa ber að skoða sem framhald rannsóknarinnar frá 1958.
Þetta er á sama kumlateig. Því mun ég leyfa mér að endurtaka hér frá-
sögn af hrossgröfinni sem fannst 1958 að svo miklu leyti sem þurfa
þykir með tilliti til hins nýja fundar. En lítum fyrst á staðhætti.
Hrífunes er vestasti bærinn í Skaftártungu og sá fyrsti sem fyrir
verður þegar komið er austur yfir Mýrdalssand. Strax þegar kornið er
yfir Hólmsá blasir við nýtt íbúðarhús rétt fyrir neðan þjóðveginn, en
annað eldra litlu austar og neðar. Frá þessum húsum eru brekkur miklar
niður eftir, en niðri við ána, þar sem hún rennur austur fyrir neðan
túnið, er land flatara og áreiðanlegt að það hefur náð miklu lengra suður
eftir á öldum áður, en áin verið iðin að naga sig upp eftir og breyta
grónu landi í bera aura. Segja má að mannabyggðin hafi hörfað undan
henni upp eftir. Alveg frammi á mjög háum bakka árinnar sér enn móta
fyrir tóftum síðasta torfbæjarins, þótt jafnað hafi verið yfir þær. Þessi