Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 5
KUMLATEIGUR í HRÍFUNESI ( SKAFTÁRTUNGU I 9 mikilla anna, einkanlega búferlaflutninga frá Bessastöðum þetta sumar, vannst mér ekki ráðrúm til að koma því í verk á því ári. Óneitanlega var það bagalegt, því að veturinn getur verið hættulegur minjum á þessum stað. Rannsóknina gerði ég ekki fyrr en dagana 28. og 29. sept. 1981. Með því að bera saman litskyggnu Gísla Gestssonar frá árinu áður og aðkomuna 1981 má sjá að eitthvað hafði hrunið úr stálinu, sem kann að hafa máð nokkuð afstöðu kumls og gjóskulaga. Vonum minna hafði þó að gerst og staðfesti Árni í Hrífunesi það. Rannsóknin var gerð í lognkyrri haustblíðu sem ekki gat betri verið. Nefni ég það vegna þess að skilyrði til nákvæmrar rannsóknar, myndatöku og uppmælinga voru eins og best varð á kosið, en slíkt er ætíð mikils um vert. Ljóst var að miklu máli skipti að gefa sem nánastar gætur að gjóskulögum. Sá ég eftir á að réttast hefði verið að hafa gjóskulagafræðing með við rann- sóknina. Úr því svo var ekki gert reyndi ég að bæta úr því með því að setja mig í samband við próf. Sigurð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen jarðfræðing og skýra þeim sem gleggst frá öllu sem ég hafði fram að færa. Kom mér ekki á óvart að þeim þætti feitt á stykkinu, enda kom okkur saman um að best væri að þau sæju verksummerkin með eigin augum og við héldum öll fund á staðnum. Fórum við austur aftur, sunnudaginn 4. október, og var veður þá miklu óhagstæðara en hið fyrra sinn, en þó sæmilegt. Helst bagaði það að frostskán hafði myndast yfir allt stálið, en auðvelt var þó að skafa hana af. Jarðfræðingarnir gerðu sínar athuganir og öll rökræddum við lengi dags afstöðuna milli kumls og gjóskulaga. Niðurstöður þeirra birtast hér á eftir, en fyrst skal gerð grein fyrir kumlinu sjálfu, eða árangri hinnar fornfræðilegu rann- sóknar. Rannsókn þessa ber að skoða sem framhald rannsóknarinnar frá 1958. Þetta er á sama kumlateig. Því mun ég leyfa mér að endurtaka hér frá- sögn af hrossgröfinni sem fannst 1958 að svo miklu leyti sem þurfa þykir með tilliti til hins nýja fundar. En lítum fyrst á staðhætti. Hrífunes er vestasti bærinn í Skaftártungu og sá fyrsti sem fyrir verður þegar komið er austur yfir Mýrdalssand. Strax þegar kornið er yfir Hólmsá blasir við nýtt íbúðarhús rétt fyrir neðan þjóðveginn, en annað eldra litlu austar og neðar. Frá þessum húsum eru brekkur miklar niður eftir, en niðri við ána, þar sem hún rennur austur fyrir neðan túnið, er land flatara og áreiðanlegt að það hefur náð miklu lengra suður eftir á öldum áður, en áin verið iðin að naga sig upp eftir og breyta grónu landi í bera aura. Segja má að mannabyggðin hafi hörfað undan henni upp eftir. Alveg frammi á mjög háum bakka árinnar sér enn móta fyrir tóftum síðasta torfbæjarins, þótt jafnað hafi verið yfir þær. Þessi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.