Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 54
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að kenningar, sem ætlað er að breyta hugmyndum manna um landnám
á íslandi, verði ekki dregnar af slíkum forsendum einvörðungu. Þar
þarf fleira að koma til sem ber að sama brunni.
Tímasetning sniðanna
Þegar jarðlagaskipan frjólínuritanna tveggja er borin saman (3.
mynd) kemur í ljós að þau verða ekki tengd með hjálp gjóskulaga sbr.
fyrri tilvitnanir til Guðrúnar Larsen. Að svo stöddu verður Torfmýrar-
línuritið ekki tímasett með neinni vissu.
Herjólfsdalslínuritið gefur líklega mynd af gróðurfarinu á 10. og 9.
öld. Hversu miklu lengra aftur í aldir það nær verður ekkert fullyrt.
Jarðvegsþykktir eru raunar oft notaðar til að segja til um aldur. Sá
böggull fylgir þó skammrifi, að í námunda við mannabústaði verður
jarðvegsþykknun að jafnaði óregluleg m.a. vegna traðks manna og
skepna. Þykkt jarðvegsins á milli Kötlulagsins, K, og VII a hefur mælst
1-2 sm á Heimaey og getur því munað 100% á þykknunarhraðanum
eingöngu út frá þykktarmælingunum. Þar við bætist að tímasetning
Kötlulagsins er enn sem komið er óviss. Hér verður því ekki farið út
í frekari vangaveltur um tímasetningu Herjólfsdalslínuritsins eða
þykknunarhraða jarðvegs þar.
Um gróðurfar Heimaeyjar
Fyrir Landtiám. Undir móbergstúffi úti á Garðsenda er mólag með
viðarsprekum í. Það hefur verið aldursgreint með geislakolsaðferðinni
og reyndist vera 5—6000 ára (Guðmundur Kjartansson 1966). Frjóið í
þessum mó er eina heimild okkar um náttúrulegt gróðurfar Heimaeyj-
ar. Þorleifur Einarsson hefur frjógreint þennan mó (Guðmundur Kjart-
ansson 1966:133). Sú frjógreining gefur til kynna mýrlendi (hálfgrös:
26%), hvannstóð (sveipjurtir: 16%), víðikjarr (víðir: 10,4%), valllendi
(grös: 14%) og strandgróður (hélunjóli: 5,6%, kattartunga: 4% og eitt
frjó af melgresi). Sé hér rétt ályktað, þá eru hér tvö gróðurlendi, sem
ekki eiga sér nokkurn fulltrúa í gróðurríki Heimaeyjar nú eða á síðustu
öldum. Þetta eru mýrlendið og víðikjarrið.
Um landnám. Herjólfsdalslínuridð (3. mynd) sýnir að valllendi var
ríkjandi gróðurlendi (Hd 1 og Hd 3). Blómlendi, sem er því náskylt,
náði þó yfirhöndinni um tíma (Hd 2), mjaðjurtin var þá drottnandi teg-
und í frjóregninu.
Þó ekki sé fyllilega ljóst, hvaða tímabil Torfmýrarlínuritið spannar
(sjá hér að ofan), verður vitnisburður þess um gróðurfarið tekinn með hér.
Jurtir valllendisins áttu drýgstan þátt í frjóregninu í Torfmýri líkt og í