Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 177
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1983
181
Ferðir safnmanna.
í sambandi við fornleifarannsóknir, eftirlit og ýmsar athuganir eru
árlega farnar lengri eða skemmri ferðir um landið. Þjóðminjavörður og
Lilja Árnadóttir ferðuðust m.a. um Skagafjörð, Eyjafjörð og S. Þing-
eyjarsýslu vegna viðgerða gamalla bygginga í júní. - Utanferðir
starfsmanna safnsins voru þessar:
Þjóðminjavörður sótti fund hjá Evrópuráðinu í Strasbourg 22.-25.
febrúar ásamt Runólfi Þórarinssyni fulltrúa menntamálaráðuneytisins
um verndun menningarminja. - 3.-4. maí sótti hann fund í Hásselby-
höll í Svíþjóð um öryggismál safna. — Dagana 16,—20. maí dvaldist
hann í Hollandi í boði stjórnarvalda þar og Evrópuráðsins, þar sem full-
trúum aðildarlanda Evrópuráðsins var kynnt minjavernd þar í landi,
sem mjög er til fyrirmyndar. — Þá sótti þjóðminjavörður fund í Frede-
rikstad í Noregi 27.-28. ágúst með stjórnarmönnum í aðildarfélögum
Sambands norrænna safnmanna vegna væntanlegs norræns safnmanna-
fundar, sem haldinn mun verða á íslandi 1985.
Elsa E. Guðjónsson safnvörður sótti aðalfund CIETA, alþjóðasam-
bands textílfræðinga, í Lyon í Frakklandi dagana 19.—22. september og
sótti einnig mikla útsaumssýningu í Kaupmannahöfn í leiðinni. Að auki
kannaði hún íslenzka gripi í Musée de l’Homme í París og myndir af
íslendingum þar.
Margrét Gísladóttir sótti í janúarbyrjun námskeið í litun í Abbegg-
Stiftung í Bern sem stóð um vikutíma. Þá var hún þar í námsdvöl á
hinni miklu textílviðgerðarstofu stofnunarinnar þrjá mánuði í apríl-
júní í boði hennar. Gerði hún þá við hluti úr Þjóðminjasafni.
Gamlar byggingar.
Á árinu var framkvæmd rækileg viðgerð á Saurbæjarkirkju í Eyja-
firði, veggir hlaðnir upp að nýju og þak tyrft, en síðast var gert að
moldum kirkjunnar fyrir um 30 árum. - Jóhannes Arason frá Múla í
Gufudalssveit annaðist þessa viðgerð, en hafði heimamenn sér til
aðstoðar.
Þá lagfærði hann ýmislegt í Glaumbæ í Skagafirði, en mest verkið þar
var við endurnýjun á grindverki um lóð gamla bæjarins og frágang á
gæzlumannshúsi, sem reist var þar fyrir nokkrum árum.
Á Burstarfelli var lækkaður og jafnaður fram bæjarhóllinn framan við
gamla bæinn. Var þetta gert til að veita vatni frá bænum.
Sjávarborgarkirkja í Skagafirði var endurvígð 21. ágúst að lokinni
viðgerð, sem tekið hafði um tíu ár. Sr. Sigurður Guðmundsson vígslu-
biskup Norðurlands vígði kirkjuna að viðstöddu fjölmenni og er