Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 25
KUMLATEIGUR f HRÍFUNESI í SKAFTÁRTUNGU III 29 hauskúpa og tennur. Jón Steffensen telur beinin vera úr fullvaxinni konu og svarar haugféð vel til þess: Hnífur, mjög ryðþrunginn, sem lá við mitti konunnar og 11 glerperlur, sem fundust við háls hennar. 9 þeirra voru úr bláu gleri, þar af þrjár þrefaldar og þrjár tvöfaldar, en tvær eru orðnar oxaðar og gráar að lit. Gröfin hefur verið tekin í gegnum þykkt svart vikurlag með mjög grófum kornum. Jarðfræðingar nefna það E-2. Annað vikurlag, vel 10 sm þykkt liggur í svipaðri hæð og steinalagið, sem er yfir gröfinni eða litlu lægra en það, nefnist E-1 og er eldra en hinsti frágangur kumlsins þar eð það finnst ekki yfir steinalaginu. Uppmoksturinn úr gröfinni hefur því verið blanda af mold og vikri. Eftir að konan hefur verið lögð í gröfina hefur þessari blöndu verið mokað yfir hana uns komið var nær 0,50 m lag, en þá hafa verið lagðar hraunhellur yfir þetta moldarlag. Pessar hellur eru úr mjög fersku hrauni og er trúlegt að þær hafi verið sóttar í hraun í Hrífuneshólma, en það hraun rann eftir að E-1 féll. Nú rennur Hólmsá á milli hraunsins og kumlsins, en ekki er víst að svo hafi verið fyrst eftir að hraunið rann. Hellurnar, sem upphaflega hafa verið stórar og um 0,10 m þykkar, voru nú mjög sprungnar og duttu í sundur þegar við þeim var hreyft. Yfir hraunhellulagið var áfram mokað sama moldar- og vikurblendingnum uns gröfin var full eða vel það. Síðan var hún þakin með öðru steinalagi, en nú úr vatnsnúnum steinum allt að 0,50 m í þvermál, líklega úr gömlum farvegi Hólmsár. Má vel vera að upphaflega hafi verið lágur kúfur yfir kumlinu, en síðar hefur innihald grafarinnar sigið saman svo að efra steinalagið hefur lent í sömu hæð og vikurlagið E-l. Að flestu leyti er þetta venjulegt heiðið kuml. Sést það best af stefnu grafar og beina og enn fremur af haugfénu, sem þó er líklega í fátæk- legra lagi. Það eru auk þess hlutir, sem voru algengir alla víkingaöld og segja ekkert annað um aldur kumlsins. Nú er rétt að huga að því, sem einkennir þetta kuml. í fyrsta lagi er gröfin í dýpsta lagi, en þó eru þekktar dýpri grafir; einnig er gröfin óvenjulega stutt, grafir eru sjaldan styttri en 1,50 m, en þessi er aðeins 1,40 m. Pá er að nefna steinalögin tvö. Venja er að í gröfum sé talsvert grjót og er það þá lagt fast upp að líkinu eða yfir það. Sjaldgæft er að moldarlag sé á milli líks og grjóts og óþekkt hingað til að tvö grjótlög séu yfir líki í kumli. Almennt er talið að grjódð, sem lagt er yfir lík í gröf, sé ætlað til þess að binda haugbúann í kumlinu og hér virðist mikið hafa legið við: Gröfin höfð óvenjulega djúp, steinalögin tvö og grjótið sótt langa leið miðað við flutningsgetu þeirra tíma. Um það leyti sem þessi kona dó hafa gerst margir óvenjulegir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.