Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 25
KUMLATEIGUR f HRÍFUNESI í SKAFTÁRTUNGU III
29
hauskúpa og tennur. Jón Steffensen telur beinin vera úr fullvaxinni
konu og svarar haugféð vel til þess: Hnífur, mjög ryðþrunginn, sem lá
við mitti konunnar og 11 glerperlur, sem fundust við háls hennar. 9
þeirra voru úr bláu gleri, þar af þrjár þrefaldar og þrjár tvöfaldar, en
tvær eru orðnar oxaðar og gráar að lit.
Gröfin hefur verið tekin í gegnum þykkt svart vikurlag með mjög
grófum kornum. Jarðfræðingar nefna það E-2. Annað vikurlag, vel 10
sm þykkt liggur í svipaðri hæð og steinalagið, sem er yfir gröfinni eða
litlu lægra en það, nefnist E-1 og er eldra en hinsti frágangur kumlsins
þar eð það finnst ekki yfir steinalaginu. Uppmoksturinn úr gröfinni
hefur því verið blanda af mold og vikri. Eftir að konan hefur verið lögð
í gröfina hefur þessari blöndu verið mokað yfir hana uns komið var nær
0,50 m lag, en þá hafa verið lagðar hraunhellur yfir þetta moldarlag.
Pessar hellur eru úr mjög fersku hrauni og er trúlegt að þær hafi verið
sóttar í hraun í Hrífuneshólma, en það hraun rann eftir að E-1 féll. Nú
rennur Hólmsá á milli hraunsins og kumlsins, en ekki er víst að svo hafi
verið fyrst eftir að hraunið rann. Hellurnar, sem upphaflega hafa verið
stórar og um 0,10 m þykkar, voru nú mjög sprungnar og duttu í
sundur þegar við þeim var hreyft. Yfir hraunhellulagið var áfram
mokað sama moldar- og vikurblendingnum uns gröfin var full eða vel
það. Síðan var hún þakin með öðru steinalagi, en nú úr vatnsnúnum
steinum allt að 0,50 m í þvermál, líklega úr gömlum farvegi Hólmsár.
Má vel vera að upphaflega hafi verið lágur kúfur yfir kumlinu, en síðar
hefur innihald grafarinnar sigið saman svo að efra steinalagið hefur lent
í sömu hæð og vikurlagið E-l.
Að flestu leyti er þetta venjulegt heiðið kuml. Sést það best af stefnu
grafar og beina og enn fremur af haugfénu, sem þó er líklega í fátæk-
legra lagi. Það eru auk þess hlutir, sem voru algengir alla víkingaöld og
segja ekkert annað um aldur kumlsins.
Nú er rétt að huga að því, sem einkennir þetta kuml. í fyrsta lagi er
gröfin í dýpsta lagi, en þó eru þekktar dýpri grafir; einnig er gröfin
óvenjulega stutt, grafir eru sjaldan styttri en 1,50 m, en þessi er aðeins
1,40 m. Pá er að nefna steinalögin tvö. Venja er að í gröfum sé talsvert
grjót og er það þá lagt fast upp að líkinu eða yfir það. Sjaldgæft er að
moldarlag sé á milli líks og grjóts og óþekkt hingað til að tvö grjótlög
séu yfir líki í kumli. Almennt er talið að grjódð, sem lagt er yfir lík í
gröf, sé ætlað til þess að binda haugbúann í kumlinu og hér virðist
mikið hafa legið við: Gröfin höfð óvenjulega djúp, steinalögin tvö og
grjótið sótt langa leið miðað við flutningsgetu þeirra tíma.
Um það leyti sem þessi kona dó hafa gerst margir óvenjulegir