Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Blaðsíða 32
36 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Aðkoman var góð þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan upp- gröfturinn fór fram og hafði þó verið kalsaveður þennan tíma. Á bakk- anum við gröfina var freðin skán sem hægt var að fletta af með hnífi og úndir henni var allt með ummerkjum frá uppgreftrinum 28.-29.. sept- ember. Stálið sem þannig sást var í raun „bak við“ gröfina brekku- megin (mynd 17). Ekki er ástæða til að rekja sérstaklega mælingar á bakkanum ofan við gjóskulagið E-1 og nægir að vísa í áðurnefnda mynd. Gjóskulögin eru flest frá Kötlu. Athyglinni var fyrst og fremst beint að E-1 og E-2 og gjóskulögunum á milli þeirra. Þrjú þeirra eru þykkari en 1 cm og eru þau sýnd á mynd 17, af tveim öðrum sást vottur á stöðu stað, og þau koma ekki frekar við sögu. Efsta lagið í þessari syrpu er þá Eldgjár- gjóskan, E-l. Næsta lag er Landnámslagið, sem er grænleitt á lit og þekkist því auðveldlega frá Kötlugjósku. Tvö næstu lög verða kölluð A og B, bæði dæmigerð Kötlulög að sjá, en aðeins lag A skipti verulegu máli hér. Loks kemur E-2 lagið sem er grófasta og þykkasta lagið á þessu svæði og talið fallið áður en sögur hófust. Á vettvangi var sérstaklega reynt að líta eftir raski á þessum gjósku- lögum. Hugmyndin var að þannig mætti e.t.v. sjá hvaða gjóskulag hefði verið efst í jarðvegi þarna þegar gröfin var tekin. E-1 var með öllu óhreyft í bakkanum, einnig beint yfir gröfinni (hafa verður í huga við lestur þessarar lýsingar að stálið var í raun innan við gröfina). Þó sást greinilega að það hafði fallið á ójafnt yfirborð. Rask, sem ekki var hægt að setja í samband við neina náttúrlega truflun, sást á tveim gjósku- lögum, Landnámslaginu og svarta laginu A. Landnámslagið var „hreyft“ bæði yfir gröfinni og í bakkanum beggja vegna grafarinnar, einkum austan við hana. Ekki vannst tími til að fylgja því að ráði til vesturs. Raskið á Landnámslaginu var fremur óvenjulegt, lagið var nokkuð heillegt á köflum, m.a. yfir vesturhelm- ingi grafarinnar, en annars staðar var það slitrótt, einkum yfir austur- helmingi hennar. Hvort heldur sem var, fundust óreglulegar linsur úr því í jarðveginum rétt ofan við. Þetta voru ekki dæmigerðar fokrendur, sem fylgja yfirborði jarðvegsins á hverjum tíma og rofna úr þeim blettum gjóskulagsins sem síðast hyljast gróðri. Vindrof og vatnsrof hafa því tæplega valdið raskinu. Líklegra er að Landnámslagið hafi rót- ast upp af manna völdum þegar gröfin var tekin. Hugsanlegt er að gjóskulagið hafi verið komið niður í grassvörðinn að mestu en legið á yfirborði á blettum hér og hvar. Ef gróið hefur verið yfir það vestan til en ekki austan til á því svæði sem mynd 17 nær yfir er fengin nokkur skýring á hversu misvel það var varðveitt við gröfina. Önnur skýring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.