Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 116

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 116
120 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og fíngrum. Gamalt gróið brot var um miðbik hægra viðbeins. Einnig var gróið brot á vinstra sköflungi, sem valdið hefur talsverðri styttingu á beininu, og á vinstri sperrilegg var vel gróið brot. Á flestum beinum þessa einstaklings voru sjáanlegar s.k. periostiskar breytingar, sem benda til þess að maðurinn hafi þjáðst af holdsveiki, eða þá skyrbjúg á háu stigi. Því miður vantar einmitt þau andlitsbein, senr hefðu getað skorið úr því hvort um holdsveiki var að ræða. Maðurinn hafði verið lagður á bakið, fætur samhliða og handleggir niður með hliðum, en handarbeinin lágu á lærbeinunum. Stefna beina- grindarinnar var 20° sunnan við austur. Um þennan mann hafði verið kista. Hvorki var hægt að finna lengd hennar né breidd við höfðagafl, þar eð jarðýtan hafði numið þar af henni. Ekki var heldur unnt að gera sér grein fyrir dýpt hennar né stærð loks að neinu leyti, þar eð tréð var víðast hvar aðeins dökk rönd í jarðveginum, sem var blendingur af mold og möl (lækjarframburður). Breidd kistunnar við fótagafl var hinsvegar aðeins 27 cm og um mjaðmir 41 cm. Hvergi vottaði fyrir járnleifum né öðrum málmi, og má fullyrða, að kistan hafi ekki verið negld með járnnöglum þar sem til hennar sást. Ekki fundust neinar leifar klæða, hnappa né skrautgripa. Síðan segir í skýrslu Gísla: „Tveim metrum sunnar lá höfuðkúpa af manni (nr. 2), sem ýtan hafði losað um, og má telja alveg víst, að þar liggi heil beinagrind. Hún var austar en sú fyrsta, þannig að höfuðkúp- an var beint suður frá hnjám fyrstu beinagrindar (mynd 4). Aðeins sunnar og nokkru hærra í jarðveginum lá enn einn hluti af beinagrind (nr. 3). Fætur, lærleggir og rif vinstra megin og vinstra handleggsbein, og lágu handarbeinin á vinstra lærlegg. Önnur bein sáust ekki. Beinagrind þessi sneri nokkru nær austri en sú fyrsta og er svo nærri nr. 2, að vinstri olnbogi hefur legið yfir hægri öxl hennar. Tæpum 1 m suður frá höfuðkúpunni nr. 2 sá á mjaðmarbein og lær- leggi ásamt hægri handleggsbeinum. Hægri handarbein lágu niður með hægra lærbeini. Beinagrindin (nr. 4) sneri eins og sú fyrsta. Mögulegt er, að þriðja beinagrind hafi raskast, þegar fjórða lík var jarðað, en ekki er það ótvírætt. Mjaðmir þessarar beinagrindar eru beint suður frá hnjám 1. beinagrindar. Fimm og hálfum metra suður frá 1. beinagrind og um 2,75 m sunnan við nr. 3 og örlítið austar en hún, lágu fótleggir og fótabein nr. 5, hlið við hlið og sneru eins og nr. 3. Allt sem var fyrir ofan hné hafði jarðýtan numið brott. Það er öruggt, að ekki var kista um nema fyrstu beinagrind, og einnig mátti sjá, að fætur voru ekki krosslagðir á nr. 1, 3, 4 og 5.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.