Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 43
43
útróðrar svo góð atvinna, að á þeim mátti græða mik-
ið fé, og það á stuttum tíma1. Sveitamenn munu þá
hvorki hafa farið 1 ver að jafnaði, né að staðaldri
stundað sjó, öðruvísi en svo, að ríkir menn áttu skip
og létu húskarla slna eða þræla fara annaðhvort á al-
menninga, þar sem þeir vóru nærri, eða þá þangað,
er þeir áttu skipsuppsátr, og róa þar um tima meðan
vel fiskaðist, enda var vinnukraptrinn þá svo mikill,
að vel mátti tvískipta honum. En eins og eðlilegt er,
munu sveitabændr sjaldan hafa aflað svo mikinn fisk,
sem þeir þurftu til heimila sinna. Mikið þótti undir
því komið, að samþykki gott væri með þeim, sem sjó
stunduðu úr sömu veiðistöðu, og höfðu menn þá trú,
að allar illdeilur og ágreiningr meðal sjómanna væri
til ógæfu og spillti jafnvel afla, enda er furðu sjaldan
f sögum vorum getið um vígaferli — og var þó for-
feðrum vorum gjarnt að grfpa til vopnanna —• eða um
mikinn ágreining með sjómönnum, og sést á þvf sem
öðru, að trúin er máttug. Venjulegast var það karl-
manna vinna, að stunda sjó, en þó geta sögurnar
þess, að konur, bæði ambáttir og fijálsar konur, hafi
róið til fiskjar. Fyrir kom það og til forna, að fiskr
gekk ekki að landi og það jafnvel svo árum skipti,
og var það helzt er hörð ár vóru, en þá höfðu menn
einatt bjargræði af hvölum, einkum fyrir norðan land.
Á almenningum áttu allir hvali, sem nota vildu og
notaðgátu; en þá er hval rak, átti sá hvalinn, erland-
ið átti; en einatt urðudeilur og víg út úr hvalfeng, og
hvalreki varð orsök til þess, að það var skýrt tekið
1) Landn. kap. 29. bls. 148. Grisla saga, I. bls. 47. 48. Laxdæla,
kap. 14. bls. 25. Grettis saga, kap. 50. bls. 114. Flóamanna saga,
kap. 11. bls. 17. Bárðar saga, kap. 8, bls. 16. Hávarðar saga, kap.
8. bls. 20. Bandam. saga, bls. 4.