Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 74
74
er snerta hver annan, eru hin sömu. J>ví að það, að
það sem er áfast við hlutinn, hreyfist með honum, en
hann ekki í því. En í þvi aðskilda, hve náið sem það
er, hreyfist hann, hvort sem það hreyfist sjálft, eða
hreyfist ekki. þ>að áfasta er því partur af hlutnum, eins
og höndin á líkamanum, en það aðgreinda ekki, eins
og vínið á flöskunni, vatnið á brúsanum. Höndin hreyf-
ist með líkamanum, en vínið í flöskunni.
Eitt af fernu verður nú rúmið að vera: annað-
hvort form hlutarins, eða frumefni, eða millibil milli
hinna yztu takmarka hvers hlutar, eða þá hin yztu
takmörk sjdlf, sé ekkert millibil milli takmarkanna
annað en stærð þess eða þeirra likama, sem innan
takmarkanna eru. Nú var að ofan sýnt fram á, að í
fljótu bragði virðist rúmið geta verið mynd og mót
hlutarins, með því það fellur utan um hlutinn, og yztu
takmörk þess, sem innan i er, eru hin sömu og innstu
takmörk þess, sem utan um er, þar sem hvorttveggja
kemur saman. En þó sömu séu takmörkin að vissu
leyti, þá eru þau þó í rauninni tvenn, og ekki hins
sama, því önnur eru hið ytra form hlutarins sjálfs, hin
eru innra form þess, sem utan um er. Með því nú hið
ytra aðhaldanda er hið sama, hversu svo sem hið frá
því greinda innihald breytist, vex, minnkar, eins og
vökvinn í ilátinu, þá lítur svo út, sem eitthvað líkama-
laust millibil skapist milli hins aðhaldanda og innihalds-
ins eða líkamans, þegar hann t. d. breytist og minnkar.
En, — þessu er ekki svo varið, heldur kemur annar
líkami í stað vökvans, eins breytilegur og eins samlagan-
legur vökvanum eins og vökvinn sjálfur, sem sé lopt eða
annar vökvi. því væri til þvílíkt líkamalaust rnillibil,
sem héldi sér á sama stað, þá yrðu óendanlega mörg
rúm til. fegar vökvinn skiptist á við loptið, þá skipt-
ast eins allir partar hans á við loptparta, eins og allur
vökvinn í ílátinu við allt loptið, sem í staðinn kemur,