Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 4

Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 4
164 um veru sína skildi hann eftir húskofa, hlaðinn upp úr sívölum trjábolum, eins og þeir komu úr skóginum. I þakinu var ekki annað en furuviðarlim og mold ofan á. Og svo hafði hann hreinsað blett umhverfis húsið, sem svara mundi tveimur dagsláttum að stærð, upp úr gildum og þéttum skógi, og borið og dregið á sjálfum sér — því um vinnudýr var ekki að tala —‘ viðinn og limið saman í rastir. En . svo fór hann um vorið, og alt hans erfiði varð honum að engum notum. Fjögur ár stóð kofinn í eyði, og þá kom áðurnefndur Jón þangað, ásamt Ásdísi konu sinni, og settist þar að. Síðan vóru nú liðin 17 ár, og þau vóru nú bæði orðin hnigin á eíri aldur. Gamli kofinn var fyrir löngu eyðilagður, og Jón búinn að koma sér upp öðru húsi, að sönnu bjálkahúsi eins og hinu fyrra, en vandaðra að öllu. Bjálkarnir vóru nú höggnir utan og geirnegldir á hornum, og í staðinn fyrir jarðlím, sem áður var haft til að fylla með rifurnar, þá vóru þær nú fyltar með kalki. Pað var »önnur útgáfa« af húsum nýlendu- manna. Rjóðrið hafði ekki stækkað á þessum 17 árum, sem Jón bjó þar. Trjástofnarnir höfðu að sönnu fúnað, og þegar þeir vóru orðnir fúnir, þá ýmist féllu þeir um koll af sjálfu sér, eða kýr Jóns vóru svo óvarkárar að slá þá um með hölunum, því Ásdís lét þær ætíð ganga í túninu, eítir að gras fór að sölna á haustin. Ásdís . var »mesta rausnar- og sómakona«, að því sem Jón sagði sjálfur frá, og henni var það að þakka, að þau skröltu áfram. Jón var svo önnum kafinn að tala við nágranna sína um stjórnmál eða hver önnur mál, sem vóru á dagskrá, að hann hafði ekki tíma til að sinna mikið búskapnum. »Pað er enginn vafi á því,« sagði hann, þegar hann kom heim af fundinum, uppveðraður yfir því að vera orðinn járnbraut- arnefnd, »það er enginn vafi á því, að okkar stærsta velferðar- spursmál« — — — »Varstu nokkuð að tala við mig?« spurði Ásdís, sem var yfir í hinum enda hússins. Pað lét svo hátt í kaffikvörninni, að hún heyrði ekki, hvað hann sagði. »Eg sagði, að það væri enginn vafi á því, að okkar stærsta velferðarspursmál« — — »Pitt stærsta velferðarspursmál ætti að vera að hirða um konuna og heimilið og reyna að hafa eitthvað í þig og á, en hvor- ugt hefir þú gert hingað til.« Tað var vel á minst. Matnum gleymdi Jón ekld fyr en í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.