Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Page 18

Eimreiðin - 01.09.1901, Page 18
17« börnin, þó ekki sé til annars?« sagði sá, sem varði málstað prest- anna. »Ekki held ég það. Pau læra nóg ilt á skólunum, þó prestar bætist ekki við.« »Ég heyri, að þú ert reglulegur prestahatari. Eru margir þar nyrðra eins og þú?« »Ég veit ekki. En hitt veit ég, að við kærum okkur ekki um prest.« »En nú skulum við skoða þetta öðruvísi,« sagði hinn, sem ekki vildi hætta við svo búið. »Setjum nú svo, að þú værir veikur og kominn í andlátið. Éú veizt, að á banasænginni lx'ta menn öðruvísi augum á lífiö, en meðan menn eru heilbrigðir. Ef þú lægir nú fyrir dauðanum, hverrar stéttar mann mundir þú þá helzt vilja hafa hjá þér?« »Ekki veit ég tarna, en óvíst þyki mér, að ég mundi annan fremur kjósa en Pétur lækni. Hann hefir fengist við lækningar £ mörg ár og hepnast hreint prýðilega, því ég tel ekki, þó hann gæti ekki læknað kúna hjá honum Grími í fyrra, því hún var ólæknandi. Við, ég og Grímur, fórum báðir innan í hana, og það var svo sem auðséö, að hún gat ekki lifað, hver sem sá þá skepnu innan. Parna vóru lungun alveg tærð í sundur, og gallið eins stórt og í stærsta hesti. Pað var — — — »Pú skilur ekki, hvað ég á við. Pað væri þýðingarlaust fyrir þig að hafa lækni hjá þér, ef þú værir kominn í andlátið, því þá mundi enginn læknir geta hjálpað þér. Hvernig var það, þegar faðir þinn lá banaleguna? Kom ekki Árni prófastur til hans?« »Ónei! Hann nefnilega lá aldrei neina banalegu.« »Hvað segir þú? Lá hann aldrei banalegu?« »Ónei. Hann hrapaði fyrir björg á heimleið úr kaupstað, og var talað hann hefði ekki verið algáður.« »Var það svo? En hann hefir samt verið trúrækinn maður.« »Pað mátti nú segja,« sagði Jón og viknaði við. »Hann var mesti trúmaður alla sína æfi. Las á hverju kvöldi frá veturnótt- um til langaföstu, fyrst í Stúrmi og síðan í Pétri biskupi, eftir að hann kom á gang. Æfinlega borgaði hann skilvíslega til prests og kirkju, og ég heyrði Árna prófast oft segja, að enginn fóðraði lömbin sín betur en hann Jón sinn á Litlu-Strympu. Og harðinda- veturinn þá tók hann af prestinum sex lömb og fjóra geldinga, og gaf þeim frá því í fyrstu viku þorra og fram í fardaga. ’Ég

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.