Eimreiðin - 01.09.1901, Side 20
i8o
hringurinn hans á Strympu var stór. Þab var fljótséð : Stórskógur
á þrjá vegu nálægt fjörutíu faðma frá kofanum, en þó að sönnu
sæist fram á vatnið á einn veginn, þá notaðist það útsýni ekki,
því skógurinn bar það ofurliði. Pví varð ekki neitað, að þröng-
sýnið var þar mikið, það gat ekki heitið, að það sæist nema upp í
heiðan himininn. En hér var eins og himininn steyptist út yfir
alla jörðina og allan alheiminn. Og þegar hann lét hugann svífa
í norðurátt, fanst honum hann sjá bygð sína liggja í doðamóki,
hulda í eilífri þoku, sem enginn stormur megnaði að reka á flótta,
en sjálfr var hann nú kominn þangað, sem þokan náði ekki til, og
útsýnið var víðtækara og skírara, og himininn stærri og bjartari
og lengra frá jörðunni; en svo fanst honum, að þegar hann færi
þaðan aftur, þá yfirgæfi hann víðsýni og sólskin, en færi aftur inn
í skógarrjóðrið á Strympu, þar sem þrönga útsýnið var, og þokan
eilífa grúfði yfir — — —
Sólin var fyrir stundu gengin undir og farið að verba skugg-
sýnt. Og nú var kveikt á rafmagnslömpunum, sem settir vóru
á háar stengur hér og hvar með fram götunum. Jón sá alt í einu
tvö stór ljós, annað bar við himininn í vestri, en hitt var í norðri.
og sást fyrir ofan húsþökin. Jafnfalleg ljós hafði hann ekki séð
fyrri á æfi sinni. »Ljómandýstjörnur eru þetta,« sagði hann. »Svona
fallegar stjörnur hef ég aldrei séð á Strympu.«
Og er hann hafði skemt sér tímakorn við að horfa á þessar
fallegu stjörnur, fór svefninn og þreytan eftir ferðina að sigra hann,
svo hann lokaði glugganum og bjóst til sængur. Pá veitti hann
því eftirtekt, að hvítu kalkveggirnir í herberginu skriðu krökkir af
pöddum, sem hann bar fyrst ekki kensl á, en sá þó fljótt að vóru
veggjalýs. Pað vóru líka þriflegar skepnur. Honum þótti einhver
munur að sjá þær eða systur þeirra, sem skriðu um veggina á
Strympu og varla sást blóðdropi í. fað var líka munur á æfinni,
sem þær áttu. far nyrðra höfðu þær í tuttugu ár búið við sult
og seyru, og ekki haft annað að nærast á en fjörlaus og úttauguð
gamalmenni, en hinar frá barndómi alist upp og lifað í allsnægt-
um og eftirlæti hjá íslenzka heldra fólkinu og yngismeyjum þar í
borginni; það var sízt að undra, þó þær væru bústnar og sæl-
legar.
Og út úr þessu leiddust hugsanir hans að öðru háfleygara
efni. í seinni tíð hafði hann heyrt marga halda því fram, að naut-
gripakyn Ný-íslendinga væri í mestu afturför, og bráð nauðsyn