Eimreiðin - 01.09.1901, Page 22
lært hjá þeim þar bænum. Fyrst að vanvirba hann kvöldið áður með
kýrkjötinu, og bæta nú gráu ofan á svart með því, að láta hann
ekki fá nemaeinn disk af graut. Mikil þó déskotans nánösgatforstöðu-
konan verið! Parna heimtaði hún náttúrlega peninga fyrir matinn,
og gat þó ekki einu sinni látið hann hafa nógan graut. Satt var
það, að ekki drupu gullhringar af búinu á Strympu, en það mátti
Ásdís eiga, að hún lét sjaldan graut skorta, og mundu þó fáir
ætla, að henni færist betur en núverandi matmóður Jóns.
Jæja, hann varð að sætta sig við einn disk af graut, en hann
gerði alt, sem í hans valdi stóö, að jafna reikningana við hina
réttina, sem á borðinu vóru. Pað stóð heima, að þegar hann hafði
lokið máltíðinni, þá kom félagi hans frá því kvöldið áður. Með
honum vóru tveir herrar, sem Jón hafði ekki séð fyrri.
»Nú Jón,« sagði hann, »áður en við göngum fram fyrir stjórn-
ina vantar mig að gera þig kunnugan þessum herrum. Peir ætla
að verða okkur samferða til stjórnarinnar og styðja málstað þinn.
Petta, herrar mínir, er járnbrautarnefndin frá Nýja-íslandi, Mr. Jón
Jónsson á Strympu. Hann er framfaramaður mikill og einn aí
forkólfum sveitar sinnar."
»Mér þykir vænt um að sjá ykkur, «sagði Jón. »Eg heyri, að
þið hérna eruð okkur velviljaðir, og ef svo ber undir, að þið verðið
á ferðinni nyrðra, þá farið ekki framhjá Strympu.---------Var það
annars ekki kátlegt lagsm, að mér skyldi gleymast að spyrja þig
að heiti í gær? Hvað heitir þú tneð leyfi?«
»Eg heiti — kallaðu mig Jón, því ég heiti það.«
»Sæll nafni. Pað er gott og gamalt íslenzkt nafn, og ég er
hreykinn bæði af því að heita Jón og vera íslendingur. — —
Svo þið ætlið allir að fylgja mér á kon— á fund stjórnarinnar?«
»Já, komdu með okkur.«
Þeir gengu síðan allir út og austur strætið, unz þeir komu að
horninu á Aðalstrætinu og markaðstorginu. Jón þekti sig þar vel
frá því daginn áður. Lengra gengu þeir ekki, heldur fóru þeir
inn í rafmagnsvagn, sem þegar þaut af stað með þá á fljúgandi ferð
suður Aðalstrætið. Það var nýmóðins ferðalag fyrir Jón. Hann
horfði alt í kringum sig og út um gluggana, en gat ekkert séð,
hvað það var, sem knúði vagninn áfram. Á báðar hliðar vóru
óslitnar raðir af stórbyggingum og hvergi skarð í, nema þar sem
strætin lágu austur eða vestur frá Aðalstrætinu. Alt í einu beygði
vagninn snögglega til hliðar og byrjaði nú ferð sína vestur Broad-