Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Page 29

Eimreiðin - 01.09.1901, Page 29
189 í fyrsta lagi þakkaði hann fyrir þann heiður, sem Ný-íslend- ingar sýndu sér og stjórn sinni með því, að senda mann til að ræða við þá jafnmikilsvarðandi málefni. fað sýndi, að þeir hefðu traust á stjórn fylkisins, og þess trausts vildi stjórnin reynast verðug. Ný-íslendingar hefðu ætíð verið óskabörn hennar, og ekkert væri henni kærara en að sjá brautina lagða norður, og það væri hún reiöubúin að styrkja með ráðum og dáð, hve nær sem tæki- færi gæfist, og það mætti hann segja þeim nyrðra, En nú sem stæði væri ómögulegt neitt að gjöra, því fyrst yrði að gera samn- ing við eitthvert félag um að leggja brautina norður. Pegar það væri fengið, mundi stjórnin athuga betur, hvað hægt væri að gera. Hann hældi Jóni mikið fyrir mælsku og kvað sér ekki koma á óvart, þó hann ætti eftir að verða foringi sveitar sinnar Og að endingu bað hann Jón að flytja sína beztu kveðju og vináttuorð til allra þar nyrðra, og hann vonaði eftir vináttu þeirra og aðstoð framvegis. Petta þótti Jóni gott svar. »Segðu höfðingjanum, að hann megi treysta mér og okkur,« sagði hann. »Hann hefir gert góða ferð mína, og þess skulum yið láta hann njóta, þegar í nauðirnar rekur.« Nú stóðu ráðherrarnir upp, kvöddu Jóti mjög alúðlega og cndutóku, hve mikil ánægja þeim hefði verið að sjá hann. Síðan skildu þeir, og Jón og félagar hans fóru burt sömu leið, og þeir komu, en nú tóku þeir ekki rafmagnsvagninn, heldur gengu ofan Broadway, og fóru inti á fyrsta hótel, sem þeir lcomu að, og gæddu Jóni þar sómasamlega á mat og víni og sögðu, að stjórnin vildi svo vera láta. F*að hallaði af miðjum degi, þegar þeir fóru þaðan. Jón var í bærilegu ástandi og góðu skapi. Peir gengu norður Aðalstrætið og sýndu honum á leiðintti eins mikið af dýrð bæjarins, og þeir gátu. Pegar kom norður á hornið á Portage Avenue, þóttust þeir þurfa að gera lykkju á leið sinni og vildu skilja þar við hann. »Héðan af getur þu ekki vilst,« sögðu þeir. »fú gengur hérna upp strætið, törnar norður fyrsta stræti, krossar tvö stræti, törnar upp það þriðja og heldur áfram, þangað til þú kemur að þessu númeri,« og þeir fengu honum miða með númeri rituðu á; »það er húsið sem þú lifir í. í*ar skaltu bíða, því við ætlum að kalla þar í eftirnómi1, og taka þig með ofan í bæinn aftur.«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.