Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Page 32

Eimreiðin - 01.09.1901, Page 32
192 þaö var hún og engiri önnur. Hann var viss með að þekkja hana, hvar sem fundum þeirra bar saman. Auðvitað var þessi kona betur búin, en líkindi vóru til um Ásdísi á StrympU; en Jón var ekki að fást um slíka smámuni og ekki heldur um það, hvernig það gat átt sér stað, að hún væri komin þangað. Nú var tæki- færið, og ekki seinna betra, að gera út um það, hvort þeirra ætti að vera húsbóndi á heimilinu framvegis. Hún kom nær og nær og leit eklci við honum. Pað var eftir henni. Henni þótti líklega skömm til koma að sjá hann sitja þarna framan á gangstéttinni tneð flösku í hendinni, og ætlaði því að fara framhjá. En henni varð ekki kápan úr því klæðinu. Hann stóð upp. Pað ætlaði ekki að ganga vel, því hann hefði vítnu yfir höfðinu, og fæturnar vildu fara sinn í hvora átt- ina, Honum tókst þó að slangra til hennar, um leið og hún fór framhjá, og þreif óþyrmilega í hana. »Ásh-dísh,« hrópaði hann og drafaði í honum. Hún snerist illa við og lét það vera sitt fyrsta verk, aö reka honum duglegan löðrung. Pað var henni líkt. En hitt kom honum á óvart, að hún fór að verða heldur hámælt og það á einhverri framandi tungu, og óðara var kominn hópur af mönnum utan um þau, og einn þeirra — Jóni sýndist ekki betur, en hann hefði gylta hnappa á barminum, eins og sýslumaðurinn var vanur að hafa — tók í öxl hans því þó líka heljartaki, að hann misti af Ásdísi sinni og sá hana óljóst hverfa í mannþröngina. En jafnvel þó svo væri kornið, þá slepti hinn ekki takinu, heldur fór að toga hann áfram með sér ofan strætið. Pá var honum öllum lokið. Pað var fullhart að missa af Ás- dísi, þar sem hann ekki ætlaði að gera henni neitt, nema gera út um það á friðsamlegan hátt, hvort þeirra ætti að vera húsbóndi á heimilinu. En að þvæla hann svona áfram og halda honum rígföstum, það var meira, eti hann gæti þolað. Norræna hetjublóðið kom nú heldur en ekki í góðar þarfir. Ekkert um að gera, nema að vera nógu hnarreistur og gefa ensk- inum duglega á hattn og sýna, að hann var niðji feðra sinna. »Vil dú slásh upp á gúdd íslandskmann, dú svínabest,« hróp- aði hanti og sveiflaði handleggnum í hálfhring aftur fyrir sig. Höggið reið aldrei af, því handleggurinn var stöðvaður, áður en hann fór lengra, en til allrar hamingju reyndi hinn ekki til að endurgjalda höggið. Nauðugur var hann drifinn áfram; það vóru

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.