Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Side 39

Eimreiðin - 01.09.1901, Side 39
199 hljóðfæri. Á sömu bls. neðarlega kemst höf. þannig að orði: »Allir vöðvar líkamans verða samtakaíað bera hlj óðið (tóninn)«. Petta er ekki alls kostar rétt. Sumir vöðvar eru óhæfir til þess, enda segir höf. sjálfur efst á bls. 60: sPeir vöðvar, sem eru óhæfilegir til þessa starfs« (o : hljóðstarfsins). Enn fremur stendur á bls. 58: »Allur líkaminn endurhljómar, er hljómbotn tónsins«. Hér tekur höf. óþarflega djúpt í árinni, því að linir hlutar líkamans endurhljóma ekki. Hann telur það og »rammvit- laust« hjá Jónasi Helgasyni, er hann segir, að tóninum eigi að beina ýmist að hinum hörðu eða linu hlutum munnsins; en það er rangt af því, að linu partarnir eru ekki hljómbotn. Efst á bls. 59 segir höf.: »Maginn er físibelgurinn« og neðar: »Pá verður hann fyrst að fylla belginn (magann) með lofti«, og enn segir hann á bls. 61 neðarlega: »Maginn er sem sagt belgurinn«. Petta er »rammvitlaust«. Pegar maður dregur að sér andann, þá fyllist brjóstið (lungun) af lofti en ekki maginn, og það loft, sem kemur titringi á raddböndin, svo að hljóð (frumtónninn) myndast, það er frá lungunum, en ekki neðan úr maga. Æfingasamstöf- urnnr sumar á bls. 61 þurfa skýringa við. Ég veit t. d , að menn muni standa höndum uppi, er þeir eiga að syngja samstöfurnar mmu, nnu o. s. frv. Og hvað merkir ú í samstöíunum mú, nú o. s. frv.? Ef ú táknar hér y, hvers vegna setur höf. þá ekki my, ny o. s. frv. ? U þekkjum vlð Islendingar ekki, nema þeir af okkur, sem einhverja nasasjón hafa af þýzku. Erátt fyrir þessa og aðra smágalla, sem á greininni kunna að vera, þá á höf. þakkir skilið fyrir hana. Hún ætti þó að verða til þess að opna augun á mönnum fyrir því, að það þarfmeira en að reka upp rolcur og skafa innan eyrun á náung- anum með hljóðum, til þess að syngja svo sem heimtað er þar, sem sönglistin er annað en kák eitt. Stgfús Einarsson.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.