Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 43
203
íslendingar standi í siðmenningu, því að ljóst sé, að þeim mun minni
byrðar sem menn leggi á sig til þess, að efla heill þjóðarinnar, því
meir líkist menn villimönnum, sem engin gjöld hafa. Ekki dugi að
berja við fátækt íslendinga, því fátæklingar í öðrum löndum beri full-
komlega sinn skerf af byrðum þeirra.
Þá snýr höf. sér aftur að mentunarleysinu og þeim hleypidómum
alþýðu, sem aí því stafi, og nefnir ýms dæmi því til sönnunar. Því
næst nefnir hann, hvað ætti helzt að kenna börnum og unglingum, og
hvernig þeirri kenslu ætti að vera hagað í ýmsum greinum. En aðal-
tillögur höf. um fyrirkomulag skólanna munu koma í síðari kafla rit-
gerðarinnar í næsta árgangi, og mun margur, sem lesið hefir þennan
»inngang«, bíða með óþreyju eftir að sjá þær.
Fjórða ritgerðin í þessum árg. er um »dómstóla og réttarfar« eftir
sýslumann Klemens Jónsson, og er hún alþýðlega rituð og getur komið
almenningi að góðu haldi. Síðast er svo ritdómur um eitt útlent lög-
fræðislegt tímarit eftir útgefandann sjálfan.
»Lögfræðingur« er fyrirtaks tímarit, sem maklega er styrktur af
landsfé Oss er ekki kunnugt um, hve mikið hann er keyptur og les-
inn, en vér gætum bezt trúað því, að hann hefði ekki náð mikilli út-
breiðslu. Mönnum mun þykja hann nokkuð þur og kannske óþarflega
hótfyndinn. En hvernig sem um það kann að vera, þá er hitt víst,
að hann ætti að vera lesinn af sem allraflestum og enginn, sem nokkuð
vill hugsa alvarlega um landsmál, getur án hans verið. Ok ekki trúum
vér öðru en að þeim, sem »hafa vit í vösum«, þyki nautn í að lesa
hann. V. G.
HALLGRÍMUR MELSTEÐ: FORNALDARSAGAN. Khöfn 1900.
VIII +227 bls.
Lengi hefir verið hin mesta þörf á góðri íslenzkri fornaldarsögu,
sem gæti flutt námfúsri alþýðu áreiðanlegt yfirlit yfir menningar- og
stjórnarsögu fornþjóðanna. Fornaldarsaga Páls Melsteðs átti mikinn
þátt í þvf að vekja og glæða huga manna og námfýsi þeirra fyrir sagn-
fræði. Einkum var það hér hin mikla frásagnarlist og málsnild höf-
undarins, sem gjörði bókina öllum kærkomna. En á henni voru þó
ýmsir gallar; skoðanir þær á mönnum og atburðum, er þar var haldið
fram, verða margar hverjar að teljast vafasamar og úreltar, og annar
stór galli var sá, að á menningarsögu þjóðanna var þar varla minst.
J’etta var eðlilegt, þegar litið er til þess, hvernig á þeirri bók stóð, að
hún er tekin eftir danskri bók, sem auðvitað náði ekki hærra en flestar
danskar sagnabækur á þeim tíma, er hún var rituð, en það var ekki
hátt, því dönsk sagnaritun yfirleitt hefir verið mjög bágborin, þangað
til nú á síðari hluta 19. aldarinnar.
Hallgrímur Melsteð landsbókavörður hefir reynt að bæta úr þessum
skorti með nýrri fornaldarsögu, sem Bókmentafélagið hefir gefið út.
Bók þessi er einkar-merkileg og í alla staði þess verð, að henni sé
athygli sýnd, þvf enda þótt ýmislegt megi að henni finna, er enginn
vafi á því, að hún fullnægir miklu betur þeim kröfum, er nú eru settar
um slík rit, en saga Páls Melsteðs. í útlendum bókmentum yrði hún
líklegast talin of afturhaldssöm og fylgin fomum skoðunum; nú á