Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Page 57

Eimreiðin - 01.09.1901, Page 57
217 munnmælum þessum saman á einn stað. Sum þeirra hafa ef til vill sögulegt gildi. Sumstaðar eru í sögum þessum prentvillur eða dálítil fljótfærni. Þannig er t. a. m. vísa Pormóður Kolbrúnarskálds, sem prentuð er í Grettis sögu á bls. 84, ;eignuð Gretti í vísnaskýringunum aftan við söguna. Þeir Valdimar Ásmundarson og Sigurður Kristjánsson eiga þökk og heiður skilið fyrir útgáfur þessar af íslendingasögum. Það er gjaf- verð á sögunum, og prentun og allur frágangur er yfirleitt í bezta lagi. Það er óskandi og vonandi, að íslendingasögurnar komist inn á hvert einasta heimili á íslandi. Þær vekja ást og styrkja trygð til lands og þjóðar. H. P. HAUKUR, alþýðlegt skemti- og fræðirit. III. ár. Útgefandi Stefdn Runólfsson. ísafirði igoo. Aðalefnið í árgangi þessum eru tvær þýddar skáldsögur: »Töfra- mærin« og »Morðið á Jörfa«. Sögur þessar eru eigi sem bezt valdar. Þær líkjast sögum þeim, sem venjulega eru settar »neðan máls« í er- lendum dagblöðum. Þær eiga eigi sem bezt við í skemti- og fræðiriti. »Haukur« flytur og í árgangi þessum nokkrar góðar smásögur, fróðlegar smágreinar, »fróðleiksmola«, skemtilegar skrítlur og greinar um bindindi. Alt þetta er að mestu leyti þýtt. Auk þess er ýmislegt frumsamið í »Hauki«. Þar eru »íslands- ljóð« Hannesar Hafsteins, ágætt ættjarðarkvæði. Þar er og lag eftir Helga Helgason við versið: »Þið þekkið fold með blíðri brá«. Þá má og nefna ferðasögu »Hauks« kringum ísland (Kringsjá). Ferðasögunni fylgja myndir (eftir ljósmyndum Björns Pálssonar). Myndirnar eru eftir öllum vonum, að því er prentun snertir. Allur frágangur á »Hauki« er í góðu lagi. Þessum árgangi »Hauks« fylgir ágætt blaðahylki (mappe) til þess að geyma blaðið í. Útgefandinn á þakkir skildar af kaupendum fyrir þennan handhæga og sjaldgæfa kaupbæti. H. P. MATTEUSAR GUÐSPJALL í nýrri þýðingu eftir frumtextanum. Reykjavík igoi. í »Eimreiðinni« þ. á. bls. 125 er minst á biblíuþýðing þá, er »Hið íslenzka Biblíufélag« hefir með höndum. Þar er og getið um þýðinguna á fyrstu bók Móse og Markúsar guðspjalli. Nú hefir félagið látið prenta þýðingu á Matteusar guðspjalli. Það er lítið kver að stærð, og verðið er aðeins 15 aurar. Allur frágangur er vandaður. Kverinu fylgja dálitlar skýringar og athugasemdir. Endurskoðunarnefndin, sem sér um þýðinguna á ritningunni fyrir fyrir hönd félagsins, virðist af fremsta megni kappkosta að vinna verk sitt bæði fljótt og vel. Að öðru leyti bendi ég á það, sem ég hefi áður sagt um þessa nýju þýðingu á ritningunni (í »Eimreiðinni« og í »Berlingske Tidende« i maí þ. á.). H. P. HAFSTEINN PÉTURSSON: TJALDBÚÐIN V—VII. Khöfn igoo.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.