Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 2
2
og almennum veizluglaum. Og þegar helgihaldinu svo var lokib,
sneru allar þessar samansöfnuðu þúsundir blótmanna heimleiðis með
því örugga trausti, að eftir slík blót mundu goðin veita öllu kviku ár
og frið og láta bæði menn og skepnur njóta í hvívetna heilsu og
happa. En í lundinum héngu búkleifarnar frá blótunum; einn
sjónarvotturinn taldi þar eitt sinn 72 lík í trjánum.
Látum oss bregða upp annarri mynd frá sama tíma. Pað er
um miðsvetrarskeið í í’rændalögum. Bændurnir þyrpast til jólaveizlu
hjá hinum ríka Hlaðajarli. I hinum mikla veizlusal hans, sem
jafnframt er goðahof, safnast menn hundruðum saman. Leir koma
þangað á skíðum eða sleðum, hlöðnum ölverplum og barröskjum
fyltum veizlukosti, og hafa með sér hross og smala. Að endi-
löngu hallargólfi loga langeldar á skíðum og brátt verður fullskip-
að á alla bekki. Kvikfénu er slátrað fyrir framan goðalíkneskin
og blóðið látið renna í stóra hlautbolla, og þeir settir á stallana
sem hin fyrsta fórn til goðmagnanna. Pá stígur jarlinn fram, tek-
ur í hönd sér hlautteinana og rýður með vörmu blóðinu stallana,
veggi hofsins utan og innan, og stökkvir því líka á mennina og
alt, sem viðstatt er. Búkarnir eru brytjaðir í spað og látnir ofan
í katla yfir eldunum. Jarl stígur fram með drykkjarhorn í hendi,
signir það Óðni og heitir á hann til sigurs í orustum, því næst dreypir
hann sjálfur á horninu og réttir það síðan tignasta gesti sínum,
sem og drekkur af því og lætur það svo ganga boðleið áfram.
Á sömu lund er drukkið full Njarðar og Freys til árs og friðar
og þar næst Bragarfull (herrafull, fúll höfuðguðsins — Lórs).
Pannig hafa þeir drukkið minni allra höfuðguðanna. Pá er og
blótmaturinn borinn fram, soðið og hinir feitu kjötbitar; hver við-
staddur á að fá sinn skerf, því þar eru allir gestir goðanna.
Á svipaðan hátt hefir dýrkun hinna heiðnu goða farið fram
um öll Norðurlönd, og að helgisiðirnir vóru svo blóðþrungnir og
hrottalegir kemur dáindis vel heim við þann hörkubrag, er svo
mjög einkennir alla framkomu Norðurlandabúa, þegar sögur fara
fyrst af þeim. En að réttu lagi verður þetta alt saman ekki kall-
að norrænt í þrengri merkingu; því hjá þjóðum, sem eru á frum-
vaxtar- og herskaparskeiði, verður guðsdýrkunin hvarvetna með
svipuðu móti. Hvarvetna kaupa menn sér vináttu guðanna með
gjöfum; hvarvetna brytja menn fórnardýrin með blóðugum
blóthnífum og hvarvetna birtist þessi kynlega helgi, sem menn
álitu vera yfir öllu, sem vígt hafði verið guðunum, svo að menn