Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Page 10

Eimreiðin - 01.01.1908, Page 10
IO næturskugganna og slóttug tvöfeldni. sem einnig lýsir sér í því, að hann lætur þá falla í orustum, sem hann ann öðrum fremur. Og þegar kristindómurinn kveikir bál í hugum manna, koma hinar veiku hliðar hans í ljós: hjá þjóðum, sem hafa trygð og trúfesti í jafnmiklum metum, geta menn aldrei fyrirgefið Óðni, að hann er fullur af svikum og undirferli. Pessi skuggahlið á honum má þó ekki verða til þess, að draga úr gildi Óðinsdýrkunarinnar eða þeim hnossum, sem henni eru samfara. Pví einmitt í henni birtist fyrst hugsunin um and- legan kraft með fullri sjálfsvitund; hjá honum er spekin vald; Huginn og Muninn fljúga sem sendiboðar hans um allan heiminn; töfraorðið framkvæmir vilja hans. I Óðinstrúnni styrkist meðvit- undin um, að hæfileikar sálarinnar séu æðstir, og að það sé guð- inum hin mesta gleði, er þeir fái að njóta sín og sýna sig í stór- virkjum. í trúarlífinu styður Óðinstrúin að því, að guðinn í æðstu mynd sinni skoðast sem andi (andagift) og vilji; hún kannast við heitvígslu hvers einstaklings og sáttmála um að fullnægja kröfum guðsins í öllu sínu lífi. Pannig hefir heiðnin skipað tveim ólíkum guðshugmyndum í öndvegissæti. Annars vegar er afl guðdómsins og góðvild í garð mannfélagsins; hinsvegar er guðleg snilli, með hlutdrægum meiri metum einstaklinga — mestu atgervismannanna. Úr þess- um vanda greiddu menn stundum með því að heita á þrjá (eða fjóra) Æsi, er mestir vóru fyrir sér, eða snúa bænum sínum til allra goða- og náttúrumagna í sameiningu. En þetta reyndist ekki ein- hlítt, hvernig sem á stóð í lífinu; því allur hugsunarháttur manna beindist í þá átt, að samband manna við guð sinn yrði, einsog milli manna innbyrðis, að vera náið persónusamband með trausti og ábyrgð.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.