Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 12
12
legri rannsókn, hverrar tegundar sem er, og ætlar henni að ná fyrir-
fram fast ákveðnu takmarki. Það er andi vantraustsins, vantrausts á
kristindóminum, vantrausts á guði sjálfum, sem viðbúið væri að steypt-
ist niður af himnum, væru mennirnir óbundnir í rannsóknum sínum
um hans handaverk.
Slíkt vantraust verðskuldar sannarlega ekki kenning hans — hans,
sem lét krossfesta sig vor vegna.
Eftirtektaverð eru ummæli eins Comtistanna á Englandi (F. Harri-
son 1889) um árangur neikvæðra árása á kristindóminn. Hann hygg-
ur, að þá er til alls komi, hafi ágóðinn af öllum neikvæðum árásum
á fagnaðarerindið sennilegast verið sá, að trúfélagið hafi náð fastari
siðferðislegum tökum á kristindóminum.
Óefað felst djúpur sannleiki i dómi þessum. Trúarbrögð og vís-
indi hafa í vissum skilningi sama markmið -— að komast að sann-
leikanum. En kirkjan (öll kirkjufélög) hefir skilið svo afstöðu sína til
sannleikans, að hún sé óbrigðleg. Kirkjan sagði: »Vér vitum.« —
Vísindin sögðu: »Vér leitum.« Fyrir því urðu framfarirnar vísindanna
megin. En kirkjan stóð 1 stað, — eða varð afturhaldssöm — nema
þá er vísindin þröngvuðu henni til að stíga feti framar, þröngvuðu
henni til nýrrar viðurkenningar í trú og siðgæðum.
Auðvitað er það ekki kenning Krists, sem á þennan hátt þarf
að hrinda áfram. Það er skilningur kirkjunnar eða kristninnar bæði
á því trúfræðislega og siðferðislega í kenningu hans, sem nær meiri
og meiri þroska og fullkomnun. í hvert sinn sem »árás« vísindanna
— árangur visindanna er þá »árásin« — bregður nýju og bjartara
ljósi yfir kristindóminn, þá ryður hann sér brautir gegnum líf og
breytni mannanna.
Á þennan hátt nær kristindómurinn sannari tökum á mannfélag-
inu einmitt með þeim árásum, sem hann verður fyrir.
Vera má að einmitt þetta sé sterkasta sönnunin fyrir guðdómleg-
um sannleik kenningar Krists. Í’ví meir sem oss fer fram í þvi að
þekkja niðurskipun og lögmál náttúrunnar og lífsins (í líffræðislegri
merkingu), því ljósar skynjum vér, að á þeim hvíla boðorð Kirists, —
að þau eru oss gefin samkvæmt þekkingu á mannlegri náttúru, í þvf
skyni, að hún fái náð fullum þroska og sinni fullkomnustu mynd. Vér
sjáum, að boð Krists eru ekki »yfir mátt«, heldur takmark framþró-
unarinnar fyrir mennina.
Frá fyrstu tímum hefir kirkjan ætlað, að hún gæti komist af án
þessarar þekkingar á reglufestu og lögum náttúrunnar og lífsins. Meira
að segja var þess háttar þekking í þokkabót bannsungin. En mann-
kynsagan hefir leitt i ljós, að á þessari þekkingu var hin mesta þörf,
ekki sízt fyrir trúarlegan og siðgæðislegan þroska mannanna. Vera
má að ekki hafi þessi þörf vakað fyrir hverjum einum vísindamanni.
En hvað sem því líður, hefir þó verk vísindanna, að öllu samanlögðu,
farið um guðs vegi — í guðs erindagerðum.
Staðhæfingar mínar í þessu efni væru lítilsvirði, gæti ég ekki
sannað þær með sögulegum rökum. Að færa sannanir fyrir þessu er
því tilgangur þessa fyrirlesturs.